Weinstein greindist með krabbamein

Kynferðisbrot í Hollywood | 22. október 2024

Weinstein greindist með krabbamein

Kvikmyndaframleiðandinn fyrrverandi, Harvey Weinstein, hefur verið greindur með beinmergskrabbamein, mánuði eftir að hann var ákærður í nýju kynferðisbrotamáli.

Weinstein greindist með krabbamein

Kynferðisbrot í Hollywood | 22. október 2024

Harvey Weinstein í dómsal í New York í síðasta mánuði.
Harvey Weinstein í dómsal í New York í síðasta mánuði. AFP/Seth Wenig

Kvikmyndaframleiðandinn fyrrverandi, Harvey Weinstein, hefur verið greindur með beinmergskrabbamein, mánuði eftir að hann var ákærður í nýju kynferðisbrotamáli.

Kvikmyndaframleiðandinn fyrrverandi, Harvey Weinstein, hefur verið greindur með beinmergskrabbamein, mánuði eftir að hann var ákærður í nýju kynferðisbrotamáli.

Weinstein, sem er 72 ára, gengst undir aðgerð í fangelsi í New York vegna meinsins, að sögn fjölmiðlanna NBC News og ABC News.

Weinstein hefur átt við ýmis heilsufarsvandamál að stríða og virkaði fölur og máttfarinn er hann mætti í dómsal í síðasta mánuði. Hann gekkst einnig undir hjartaaðgerð í skyndi í síðasta mánuði og sögðu fulltrúar hans að hann væri „úr hættu í augnablikinu“.

Weinstein afplánar 16 ára fangelsisdóm sem hann hlaut í Kaliforníu fyrir nauðgun. Hann hlaut einnig dóm í New York árið 2020 fyrir að hafa nauðgað leikkonu og fyrir að hafa brotið kynferðislega á aðstoðarkonu. Hann var dæmdur í 23 ára fangelsi fyrir þau brot. Dómnum var snúið við í apríl og réttarhöld áttu að hefjast aftur í málinu í nóvember.  

mbl.is