Weinstein greindist með krabbamein

Kynferðisbrot í Hollywood | 22. október 2024

Weinstein greindist með krabbamein

Kvikmyndaframleiðandinn fyrrverandi, Harvey Weinstein, hefur verið greindur með beinmergskrabbamein, mánuði eftir að hann var ákærður í nýju kynferðisbrotamáli.

Weinstein greindist með krabbamein

Kynferðisbrot í Hollywood | 22. október 2024

Harvey Weinstein í dómsal í New York í síðasta mánuði.
Harvey Weinstein í dómsal í New York í síðasta mánuði. AFP/Seth Wenig

Kvik­mynda­fram­leiðand­inn fyrr­ver­andi, Har­vey Wein­stein, hef­ur verið greind­ur með bein­mergskrabba­mein, mánuði eft­ir að hann var ákærður í nýju kyn­ferðis­brota­máli.

Kvik­mynda­fram­leiðand­inn fyrr­ver­andi, Har­vey Wein­stein, hef­ur verið greind­ur með bein­mergskrabba­mein, mánuði eft­ir að hann var ákærður í nýju kyn­ferðis­brota­máli.

Wein­stein, sem er 72 ára, gengst und­ir aðgerð í fang­elsi í New York vegna meins­ins, að sögn fjöl­miðlanna NBC News og ABC News.

Wein­stein hef­ur átt við ýmis heilsu­far­svanda­mál að stríða og virkaði föl­ur og mátt­far­inn er hann mætti í dómsal í síðasta mánuði. Hann gekkst einnig und­ir hjartaaðgerð í skyndi í síðasta mánuði og sögðu full­trú­ar hans að hann væri „úr hættu í augna­blik­inu“.

Wein­stein afplán­ar 16 ára fang­els­is­dóm sem hann hlaut í Kali­forn­íu fyr­ir nauðgun. Hann hlaut einnig dóm í New York árið 2020 fyr­ir að hafa nauðgað leik­konu og fyr­ir að hafa brotið kyn­ferðis­lega á aðstoðar­konu. Hann var dæmd­ur í 23 ára fang­elsi fyr­ir þau brot. Dómn­um var snúið við í apríl og rétt­ar­höld áttu að hefjast aft­ur í mál­inu í nóv­em­ber.  

mbl.is