Laufey mætir á hvíta tjaldið

Poppkúltúr | 23. október 2024

Laufey mætir á hvíta tjaldið

Íslenska tónlistarundrið Laufey Lín Bing Jónsdóttir mætir á hvíta tjaldið í desember. Greindi hún frá því á Instagram-síðu sinni rétt í þessu.

Laufey mætir á hvíta tjaldið

Poppkúltúr | 23. október 2024

Laufey's A Night At The Symphony: Hollywood Bowl verður sýnd …
Laufey's A Night At The Symphony: Hollywood Bowl verður sýnd í útvöldum kvikmyndahúsum um heim allan. Ljósmynd/AMY SUSSMAN

Íslenska tón­list­ar­undrið Lauf­ey Lín Bing Jóns­dótt­ir mæt­ir á hvíta tjaldið í des­em­ber. Greindi hún frá því á In­sta­gram-síðu sinni rétt í þessu.

Íslenska tón­list­ar­undrið Lauf­ey Lín Bing Jóns­dótt­ir mæt­ir á hvíta tjaldið í des­em­ber. Greindi hún frá því á In­sta­gram-síðu sinni rétt í þessu.

Tón­leik­ar Lauf­eyj­ar Lín­ar sem haldn­ir voru í Hollywood Bowl í byrj­un ág­úst­mánaðar verða sýnd­ir í út­völd­um kvik­mynda­hús­um frá og með 6. des­em­ber næst­kom­andi. Tón­list­ar­kon­an steig á svið ásamt Sin­fón­íu­hljóm­sveit­inni í Los Ang­eles og lék fyr­ir þúsund­ir manna.

„Ég trúi því ekki að þetta sé raun­veru­legt… Lauf­ey's A Nig­ht At The Symp­hony: Hollywood Bowl er vænt­an­leg í kvik­mynda­hús og IMAX® um all­an heim, með tak­markaðar sýn­ing­ar sem hefjast 6. des­em­ber. Miðar fara í sölu 30. októ­ber!,“ skrifaði Lauf­ey Lín við færsl­una.

View this post on In­sta­gram

A post shared by lauf­ey (@lauf­ey)

Árið hef­ur verið fjöl­breytt og viðburðaríkt hjá ís­lensku tón­list­ar­kon­unni.

Hún hlaut Grammy-verðlaun fyr­ir plötu sína Bewitched í flokki hefðbund­inna söng-poppp­latna í byrj­un árs, gekk mynt­ug­ræna dreg­il­inn á Met Gala-viðburðinum í maí og hef­ur selt upp á hverja tón­leik­ana á fæt­ur öðrum víðs veg­ar um heim­inn.

mbl.is