Stórkostlegt bónorð í Mýrdalsjökli

Ferðamenn á Íslandi | 23. október 2024

Stórkostlegt bónorð í Mýrdalsjökli

Par frá Mexíkó hafði planað ferð til Íslands, hún algjörlega grunlaus en hann spenntur yfir bónorðinu sem hann ætlaði að bera upp við hana í ferðinni.

Stórkostlegt bónorð í Mýrdalsjökli

Ferðamenn á Íslandi | 23. október 2024

Það liggur við að íshellirinn hefði getað bráðnað í hita …
Það liggur við að íshellirinn hefði getað bráðnað í hita leiksins. Skjáskot af TikTok

Par frá Mexí­kó hafði planað ferð til Íslands, hún al­gjör­lega grun­laus en hann spennt­ur yfir bón­orðinu sem hann ætlaði að bera upp við hana í ferðinni.

Par frá Mexí­kó hafði planað ferð til Íslands, hún al­gjör­lega grun­laus en hann spennt­ur yfir bón­orðinu sem hann ætlaði að bera upp við hana í ferðinni.

Á TikT­ok er síða sem heit­ir Iceland­elopement í eigu ljós­mynd­ara sem sér­hæf­ir sig í að mynda pör á þess­um stóru stund­um í lífi þeirra. 

Ljós­mynd­ar­inn seg­ir að Ivan frá Mexí­kó hafi haft sam­band við sig í von um aðstoð við að festa her­leg­heit­in á filmu. 

Í sam­starfi við Katlatrack fór ljós­mynd­ar­inn með parið frá Mexí­kó í Kötlu-ís­hell­inn í Mýr­dals­jökli, fjórða stærsta jökli lands­ins. Ferðin í hell­inn sem stend­ur við jaðar gígs eins öfl­ug­asta eld­fjalls lands­ins, Kötlu, er æv­in­týri lík­ust. 

Við hell­is­munn­ann, með stór­brotið út­sýni yfir jök­ul­inn, fór Ivan á hnén og bað kær­ustu sinn­ar. 



mbl.is