Syndsamlega góð hindberjamús Sunnevu

Uppskriftir | 23. október 2024

Syndsamlega góð hindberjamús Sunnevu

Silfurhafinn Sunn­eva Kristjáns­dótt­ir og nýútskrifaði bakarinn ætlar að bjóða upp á syndsamlega ljúffenga hindberjamús í eftirrétt í kvöld.  Tilefnið er að sjálfsögðu Bleiki dagurinn en músin er fallega dökkbleik á litinn og gleður bæði augu og munn.

Syndsamlega góð hindberjamús Sunnevu

Uppskriftir | 23. október 2024

Syndsamlega ljúffeng hindberjamús í tilefni Bleika dagsins.
Syndsamlega ljúffeng hindberjamús í tilefni Bleika dagsins. mbl.is/Árni Sæberg

Silf­ur­haf­inn Sunn­eva Kristjáns­dótt­ir og ný­út­skrifaði bak­ar­inn ætl­ar að bjóða upp á synd­sam­lega ljúf­fenga hind­berjamús í eft­ir­rétt í kvöld.  Til­efnið er að sjálf­sögðu Bleiki dag­ur­inn en mús­in er fal­lega dökk­bleik á lit­inn og gleður bæði augu og munn.

Silf­ur­haf­inn Sunn­eva Kristjáns­dótt­ir og ný­út­skrifaði bak­ar­inn ætl­ar að bjóða upp á synd­sam­lega ljúf­fenga hind­berjamús í eft­ir­rétt í kvöld.  Til­efnið er að sjálf­sögðu Bleiki dag­ur­inn en mús­in er fal­lega dökk­bleik á lit­inn og gleður bæði augu og munn.

Sunn­eva gerði garðinn fræg­an á dög­un­um með ís­lenska bak­ara­landsliðinu en þau fengu silf­ur­verðlaun Norður­landa­meist­ara­mót­inu í bakstri, Nordic Cup. Þau vöktu mikla at­hygli fyr­ir færni sína í bakstri og ekki síst list­ræna hæfi­leika sína. Bak­ara keppa ekki aðeins á er­lendri grundu held­ur eru þeir líka iðnir við að styðja við gott mál­efni eins og þenn­an dag og í flest­um bakarí­um lands­ins í dag, 23. októ­ber, var að finna bleik­ar og girni­leg­ar kræs­ing­ar.

Á þess­um degi eru lands­menn hvatt­ir til að bera Bleiku slauf­una, klæðast bleiku og lýsa skamm­degið upp í bleik­um ljóma og bjóða upp á bleik­ar kræs­ing­ar svo að all­ar kon­ur sem greinst hafa með krabba­mein finni stuðning og sam­stöðu.

Sunneva skreytti músina með hindberjum, bláberjum og mintulaufum.
Sunn­eva skreytti mús­ina með hind­berj­um, blá­berj­um og mintu­lauf­um. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

Hind­berjamús að hætti Sunn­evu

Hind­berjamús

  • 450 g hind­ber (fros­in eða fersk)
  • 60 g flór­syk­ur
  • 1 msk. sítr­ónusafi
  • 3 gelat­ín blöð
  • 345 g rjómi

Hind­berja „compot“

  • 230 g hind­ber
  • 50 g syk­ur
  • 1/​2 msk. sítr­ónusafi

Aðferð:

  1. Byrjið á því að „compotið“ eða sult­una sem fer í botn­inn.
  2. Setjið hind­ber, syk­ur og sítr­ónusafa í pott og látið malla í um  það bil 10 mín­út­ur eða þangað til bland­an hef­ur þykknað aðeins.
  3. Setjið 4 glös og inn í ís­skáp til að láta kólna.
  4. Gerið næst mús­in.
  5. Ef þið notið fros­in hind­ber, leyfið þá berj­un­um fyrst að þiðna og ná stofu­hita.
  6. Setjið þau því næst í bland­ara eða mat­vinnslu­vél þangað til þau hafa brotnað niður.
  7. Sigtið síðan blönd­una til að fjar­lægja fræ­in.
  8. Loks setjið þið síðan blönd­una í pott og látið malla í um 10 mín­út­ur á miðlungs hita eða þangað til bland­an hef­ur þykknað ör­lítið.
  9. Ef þið notið er fersk ber þá er aðferðin sú sama nema þá getið þið sleppt að sleppa að setja ber­in í pott.
  10. Setjið síðan er blönd­una í stóra skál og setjið til hliðar.
  11. Setjið gelat­ín blöðin í kalt vatn og lát­in standa í 10-15 mín­út­ur.
  12. Takið blöðin upp úr eft­ir 10-15 mín­út­ur og kreistið vel þannig vatnið fari úr þeim.
  13. Best er síðan að setja blöðin í nokkr­ar sek­únd­ur í ör­bylgju­ofn­inn þangað til þau bráðna og verða að vökva.
  14. Setjið síðan í  skál­ina með hind­berja blönd­unni, flór­syk­ur­inn, sítr­ónusaf­ann og mat­ar­líms vökv­ann og blandið vel sam­an.
  15. Passið að hind­berja­bland­an sé ekki of köld né of heit.
  16. Þeytið næst rjómann.
  17. Mik­il­vægt er að rjóm­inn sé ekki of þeytt­ur, þar sem það mun gera það mun erfiðara að blanda hon­um við hind­berja blönd­una og áferðin mun ekki vera sú sama.
  18. Þegar rjóm­inn er þeytt­ur, blandið hon­um þá var­lega sam­an við hind­berja­blönd­una í pört­um með sleikju.
  19. Takið næst glös­in út úr ís­skápn­um og setjið mús­in ofan á hind­berja­sult­una. Best finnst Sunn­evu að nota sprautu­poka til að setja mús­ina í glös­in.
  20. Setjið síðan glös­in aft­ur inn í ís­skáp og látið þau vera þar í að minnsta kosti 5 klukku­stund­ir eða yfir nótt svo að mús­in stífni upp.
  21. Skreytið síðan mús­ina með fersk­um hind­berj­um, berið fram með þeytt­um rjóma og njótið með ykk­ar bestu.
mbl.is