Móttökuskólar „betri leið til inngildingar“

Flóttafólk á Íslandi | 24. október 2024

Móttökuskólar „betri leið til inngildingar“

Bryndís Haraldsdóttir, formaður allsherjar- og mennta­mála­nefndar Alþingis, telur móttökuskóla geta verið betri leið til inngildingar fyrir börn af erlendum uppruna en núverandi fyrirkomulag.

Móttökuskólar „betri leið til inngildingar“

Flóttafólk á Íslandi | 24. október 2024

„En það er mjög margt annað sem þarf [líka] að …
„En það er mjög margt annað sem þarf [líka] að gera. Eitt af því mikilvægasta er að koma á samræmdu námsmati, þar sem við getum haft meiri, örari og betri mælingar en bara PISA.“ mbl.is/Hari

Bryn­dís Har­alds­dótt­ir, formaður alls­herj­ar- og mennta­mála­nefnd­ar Alþing­is, tel­ur mót­töku­skóla geta verið betri leið til inn­gild­ing­ar fyr­ir börn af er­lend­um upp­runa en nú­ver­andi fyr­ir­komu­lag.

Bryn­dís Har­alds­dótt­ir, formaður alls­herj­ar- og mennta­mála­nefnd­ar Alþing­is, tel­ur mót­töku­skóla geta verið betri leið til inn­gild­ing­ar fyr­ir börn af er­lend­um upp­runa en nú­ver­andi fyr­ir­komu­lag.

Hún viður­kenn­ir þó að skól­arn­ir yrðu eng­in „töfra­lausn“ til að bæta mennta­kerfið, held­ur sé brýn­asta verk­efnið þar að koma á fót sam­ræmdu náms­mati. En mót­töku­skól­ar gætu þó orðið mik­il­væg leið til að bæta mennta­kerfið og þjón­usta er­lend börn bet­ur.

Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir, há­skóla- iðnaðar- og ný­sköp­un­ar­ráðherra, skrifaði skoðana­grein í Morg­un­blaðið í gær þar sem hún viðraði einnig hug­mynd af slíkri stofn­un.

Mót­töku­skól­ar væru fyrsta skref barna á flótta að fóta sig í ís­lensku sam­fé­lagi áður en þau færu í al­menna grunn­skóla. Þar yrði lögð áhersla á sam­ræmda tungu­mála­kennslu og hæfn­ismat.

Tekið aft­ur upp í Dan­mörku

Bryn­dís, sam­herji Áslaug­ar í Sjálf­stæðis­flokkn­um, lagði ein­mitt fram til­lögu á vorþingi um að fela mennta­málaráðherra að koma á fót slíkri stofn­un.

„Ég hef rætt við fjölda kenn­ara, líka kenn­ara mót­töku­deilda og mót­töku­skóla, bæði á Íslandi og í Dan­mörku,“ seg­ir Bryn­dís í sam­tali við mbl.is en Dan­mörk hef­ur ný­lega aft­ur tekið upp slíkt náms­fyr­ir­komu­lag eft­ir að stríðið í Úkraínu hófst.

Mót­töku­skól­ar þekkt­ust á Norður­lönd­un­um á árum áður, en Bryn­dís seg­ir að bak­slag hafi komið í þá umræðu er leið á árin – fólk hafi talið slíka skóla ein­angra börn­in svo að þau næðu ekki að tengj­ast sam­fé­lag­inu.

„En ég veit að mörg Norður­lönd­in hafa farið að taka þetta upp aft­ur. Sér­stak­lega eft­ir að Úkraínu­stríðið braust út. Þá var þetta gert til að mynda í Dan­mörku, þar sem ég ræddi við kenn­ara í slíku setri eða slík­um skóla.“

Börn inn­flytj­enda þegar ein­angruð í mennta­kerf­inu

Bryn­dís tel­ur nefni­lega að börn inn­flytj­enda séu oft á tíðum þegar ein­angruð í hefðbundnu náms­kerfi hér á landi og seg­ir að mót­töku­skól­ar gætu bætt stöðu þeirra barna.

„Ég er al­gjör­lega sann­færð um það að börn sem koma inn í hefðbund­inn bekk, með enga ís­lenskukunn­áttu – og við eig­um auðvitað erfitt að greina og vita ná­kvæm­lega hver er þeirri mennta­legi bak­grunn­ur […] og þegar ofan á það leggj­ast alls kon­ar áföll þegar við horf­um á þenn­an hryll­ing í heim­in­um – þá er þetta barn ein­angrað í bekkn­um,“ seg­ir Bryn­dís.

„Það er eng­in leið til að ætl­ast til þess að venju­leg­ur bekkjar­kenn­ari hafi bol­magn til að sinna þessu barni og hvað þá sinna öll­um hinum börn­un­um í bekkn­um þegar svona aðili kem­ur inn.“

Samt eng­in „töfra­lausn“

Sam­kvæmt þings­álykt­un­ar­til­lög­unni sem var lögð aft­ur fyr­ir á haustþingi væri ráðherra falið að koma slíkri stofn­un á lagn­irn­ar í sam­starfi við fag­stétt­ir.

„Það geta verið nokkr­ir mögu­leg­ir mót­töku­skól­ar á höfuðborg­ar­svæðinu en svo sé ég fyr­ir mér eitt þekk­ing­ar­set­ur þar sem hægt er að aðstoða skóla úti á landi sem eru að taka á móti er­lend­um börn­um.“

En brátt koma kosn­ing­ar þann 30. nóv­em­ber. Hvað verður þá um álykt­un­ina?

„Því miður er það þannig með þings­álykt­un­ar­til­lög­ur eins og önn­ur frum­vörp að þau munu bara falla niður þar til þau eru tek­in upp aft­ur en ég vona svo sann­ar­lega að þetta hafi kveikt umræðu,“ seg­ir hún og bæt­ir við að þörf sé á „raun­veru­leg­um lausn­um“ í mennta­kerf­inu, einkum í grunn­skól­um.

„Ég er ekki að segja að þetta sé töfra­lausn sem lagi allt. En ég held að þetta sé ofboðslega mik­il­væg­ur hluti af lausn­inni.“

„Betri leið til inn­gild­ing­ar“ 

Bryn­dís nefn­ir einnig að þar sem börn komi af mis­mun­andi upp­runa þurfi þau ekki öll að stoppa í mót­töku­skóla jafn lengi. „Í sum­um til­fell­um get­ur verið að barn þurfi bara að stoppa í mót­töku­skóla í eina til tvær vik­ur,“ seg­ir Bryn­dís.

Þá gæti þurft fara í alls kon­ar grein­ing­ar á ár­angri út frá þroska. „Þá er það mik­il hjálp fyr­ir bekkjar­kenn­ar­ann að fá nem­andann inn í bekk­inn sinn og með upp­lýs­ing­ar um stöðu þess barns. Í stað þess að hver og einn bekkjar­skóli sé svo­lítið að finna upp hjólið, vinna með grein­ing­ar og vinna með það hvernig megi nálg­ast börn­in,“ seg­ir hún.

„Ég held að þetta sé ein­mitt betri leið til inn­gild­ing­ar eða aðlög­un­ar að Íslensku sam­fé­lagi en að henda börn­um inn í ís­lensk­an bekkjar­skóla al­gjör­lega mál­laus og án nokk­urs und­ir­bún­ings.“

Hvað ald­urs­bil varðar kveðst Bryn­dís helst líta til grunn­skóla­ald­urs en tel­ur ástæðu til þess að horfa „bæði upp og niður í þess­um efn­um“. Þá vill hún meina að álykt­un­in sé í sam­ræmi við aðgerðaráætl­un­ar stjórn­valda vegna stöðu ís­lensk­unn­ar.

Muni auðvitað kosta, en vær­um samt að spara

En þetta hlýt­ur að kosta eitt­hvað, ekki satt?

„Þetta mun auðvitað kosta en ég er sann­færð um það að þetta kosti minna en það sem við erum að gera í dag,“ seg­ir Bryn­dís.

„Við erum með þessi börn inni í grunn­skóla­kerf­inu okk­ar í dag og það kost­ar að þjón­usta þau nógu vel. Við sjá­um það til að mynda í PISA, þar sem við sjá­um að inn­flytj­end­um á Íslandi líður verr í skól­an­um held­ur en inn­flytj­end­um í hinum Norður­lönd­un­um.“

Örsök þess tel­ur hún vera að börn­in séu of ein­angruð og hafi ekki fengið nægi­leg­an und­ir­bún­ing fyr­ir ís­lenskt sam­fé­lag. „Þarna er ég sann­færð um að við get­um þjón­ustað börn­in bet­ur og gert það með hag­kvæm­ari hætti.“

Það sé eitt brýn­asta verk­efni stjórn­valda að þjón­usta börn af er­lend­um upp­runa vel þannig að þau fái sömu tæki­færi og börn af ís­lensk­um upp­runa til framtíðar litið.

„Vegna þess að ég held að vanda­málið sem við erum að sjá í kring­um okk­ur, sér­stak­lega í Svíþjóð, sé að börn inn­flytj­enda hafa ekki fengið þessi tæki­færi sem þau þurfa að hafa til að vera hluti af sam­fé­lag­inu.“

Þurfi sam­ræmt náms­mat

Hvaða áhrif held­urðu að þetta gæti haft á mennta­kerfið allt?

„Þetta mun hafa þau áhrif að þetta minnki álag á kenn­ur­um og aðstoðar okk­ur við að veita þess­um börn­um, þ.e.a.s. börn­um inn­flytj­enda betri mennt­un, en ekki síður gef­ur það aukið svig­rúm fyr­ir kenn­ara að sinna öðrum börn­um í bekkn­um bet­ur,“ svara þingmaður­inn.

Hún bend­ir á að ís­lend­ing­ar ráðstafi meira skatt­fé í mennt­kerfið í sam­an­b­urði við önn­ur Norður­lönd en skili ekki sama ár­angri miðað við PISA-kann­an­ir.

„En það er mjög margt annað sem þarf að gera. Eitt af því mik­il­væg­asta er að koma á sam­ræmdu náms­mati, þar sem við get­um haft meiri, ör­ari og betri mæl­ing­ar en bara PISA.“

Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður allsherjar- og menntamálanefndar.
Bryn­dís Har­alds­dótt­ir, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins og formaður alls­herj­ar- og mennta­mála­nefnd­ar. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son
mbl.is