Fengu Pál Óskar til að greina frá kyninu

Meðganga | 25. október 2024

Fengu Pál Óskar til að greina frá kyninu

Agnes Orradóttir, rekstrar- og verslunarstjóri Galleri 17, og sambýlismaður hennar, Sigurður Már Atlason, hugbúnaðarsérfræðingur og samkvæmisdansari, eiga von á sínu fyrsta barni í mars.

Fengu Pál Óskar til að greina frá kyninu

Meðganga | 25. október 2024

Eintóm gleði!
Eintóm gleði! Samsett mynd

Agnes Orra­dótt­ir, rekstr­ar- og versl­un­ar­stjóri Galleri 17, og sam­býl­ismaður henn­ar, Sig­urður Már Atla­son, hug­búnaðarsér­fræðing­ur og sam­kvæm­is­dans­ari, eiga von á sínu fyrsta barni í mars.

Agnes Orra­dótt­ir, rekstr­ar- og versl­un­ar­stjóri Galleri 17, og sam­býl­ismaður henn­ar, Sig­urður Már Atla­son, hug­búnaðarsér­fræðing­ur og sam­kvæm­is­dans­ari, eiga von á sínu fyrsta barni í mars.

Parið komst ný­verið að kyni ófædda barns­ins og greindi frá gleðitíðind­un­um á skemmti­leg­an máta á In­sta­gram fyrr í dag.

Agnes og Sig­urður Már fengu tón­list­ar­mann­inn Pál Óskar Hjálm­týs­son til þess að taka þátt í op­in­ber­un­inni og var hann sá sem kunn­gerði kyn barns­ins, sem er dreng­ur.

Í mynd­band­inu sést parið skera í svo­kallaða kynja­köku, sem er lit­laus að inn­an, og stinga nál í blöðru sem er tóm áður en Páll Óskar mæt­ir með kon­fettí-sprengju sem dreif­ir bláu glimmerskrauti upp um alla veggi.

Agnes seg­ir í sam­tali við blaðamann mbl.is að þeim hafi ein­fald­lega langað til að gera eitt­hvað öðru­vísi, ekk­ert klisju­kennt, og því ákveðið að spyrja ís­lenska „icon-ið“, sem tók vel í hug­mynd­ina og var ekki lengi að segja já.

View this post on In­sta­gram

A post shared by Agnes Orra­dótt­ir (@agnesorra)

Smart­land ósk­ar par­inu hjart­an­lega til ham­ingju!

mbl.is