Búa sig undir árásir næstu daga

Norðurlandaráðsþing 2024 | 28. október 2024

Búa sig undir árásir næstu daga

Aukin hætta er á netárásum á íslenskar netsíður og innviði á meðan þing Norðurlandaráðs stendur yfir. Volodimír Selenskí forseti Úkraínu ávarpar þingið sem hefst á morgun og lýkur á fimmtudaginn.

Búa sig undir árásir næstu daga

Norðurlandaráðsþing 2024 | 28. október 2024

Öryggisgrindum komið fyrir á Austurvelli fyrir þingið.
Öryggisgrindum komið fyrir á Austurvelli fyrir þingið. mbl.is/Eyþór

Auk­in hætta er á netárás­um á ís­lensk­ar net­síður og innviði á meðan þing Norður­landaráðs stend­ur yfir. Volodimír Selenskí for­seti Úkraínu ávarp­ar þingið sem hefst á morg­un og lýk­ur á fimmtu­dag­inn.

Auk­in hætta er á netárás­um á ís­lensk­ar net­síður og innviði á meðan þing Norður­landaráðs stend­ur yfir. Volodimír Selenskí for­seti Úkraínu ávarp­ar þingið sem hefst á morg­un og lýk­ur á fimmtu­dag­inn.

CERT-IS, netör­ygg­is­sveit Fjar­skipta­stofu, hef­ur síðustu daga aðstoðað Alþingi og rík­is­lög­reglu­stjóra við að und­ir­búa og skipu­leggja viðbrögð við mögu­leg­um netárás­um í kring­um fund­inn.

Þar koma sam­an 87 þing­menn Norður­landaráðs, for­sæt­is­ráðherr­ar, ut­an­rík­is­ráðherr­ar og sam­starfs­ráðherr­ar Norður­landa ásamt öðrum ráðherr­um Norður­land­anna.

Svip­ar til leiðtoga­fund­ar­ins

Guðmund­ur Arn­ar Sig­munds­son for­stöðumaður CERT-IS seg­ir í sam­tali við Morg­un­blaðið að sam­kvæmt áhættumati rík­is­lög­reglu­stjóra og CERT-IS séu mál­efn­in til umræðu á dag­skrá þings­ins þess hátt­ar að þau gætu beint sjón­um net­glæpa­manna að Íslandi og þykir því auk­in hætta á árás­um á ís­lensk­ar net­síður, eins og á leiðtoga­fundi Evr­ópuráðsins í Reykja­vík í maí í fyrra.

Á þeim fundi var óvissu­stigi al­manna­varna lýst yfir vegna netárása sem mátti tengja við fund­inn. Árás­irn­ar voru meðal ann­ars gerðar á heimasíðu Alþing­is, stjórn­ar­ráðsins og CERT-IS.

Þess­ar netárás­ir voru rakt­ar til hóps rúss­neskra tölvuþrjóta.

„Við erum búin að vera að stilla strengi hjá öll­um rekstr­araðilum mik­il­vægra innviða til að vera á tán­um, hafa rétt­an mann­skap þegar, og ef, eitt­hvað ger­ist sam­hliða þessu þingi,“ seg­ir Guðmund­ur.

Lesa má meira um málið í Morg­un­blaðinu í dag

mbl.is