„Framtíð Evrópu veltur á útkomu þessa stríðs“

Norðurlandaráðsþing 2024 | 28. október 2024

„Framtíð Evrópu veltur á útkomu þessa stríðs“

Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, segir Volodimír Selenskí Úkraínuforseta vera á meðal nánra vina sem deila þeirri ósk að Úkraína vinni stríðið gegn Rússlandi. Þá séu forsætisráðherrar Norðurlandanna einnig sammála um að landið eigi heima í Atlantshafsbandalaginu.

„Framtíð Evrópu veltur á útkomu þessa stríðs“

Norðurlandaráðsþing 2024 | 28. október 2024

Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur.
Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur. mbl.is/Karítas

Mette Frederik­sen, for­sæt­is­ráðherra Dan­merk­ur, seg­ir Volodimír Selenskí Úkraínu­for­seta vera á meðal nánra vina sem deila þeirri ósk að Úkraína vinni stríðið gegn Rússlandi. Þá séu for­sæt­is­ráðherr­ar Norður­land­anna einnig sam­mála um að landið eigi heima í Atlants­hafs­banda­lag­inu.

Mette Frederik­sen, for­sæt­is­ráðherra Dan­merk­ur, seg­ir Volodimír Selenskí Úkraínu­for­seta vera á meðal nánra vina sem deila þeirri ósk að Úkraína vinni stríðið gegn Rússlandi. Þá séu for­sæt­is­ráðherr­ar Norður­land­anna einnig sam­mála um að landið eigi heima í Atlants­hafs­banda­lag­inu.

Þetta sagði Frederik­sen í ávarpi sínu á blaðamanna­fundi á Þing­völl­um fyrr í kvöld þar sem mætt­ir voru for­sæt­is­ráðherr­ar Norður­land­anna og Úkraínu­for­set­inn.

Sagði Mette að ný­leg­ar fregn­ir um þátt­töku norðurkór­eskra her­manna í stríðinu væru mikið áhyggju­efni og að þær sýndu að stríðið væri ekki ein­ung­is um Úkraínu.

Einnig væru sí­fellt nán­ari tengsl Rúss­lands við Norður-Kór­eu og Íran mikið áhyggju­efni, þá sér­stak­lega fyr­ir alþjóðaör­yggi í heild sinni.

Þá sagði for­sæt­is­ráðherr­ann að nú þyrfti að horf­ast í augu við veru­leik­ann og nefndi hún að Rúss­land hefði ekki getað staðið í stríði í Evr­ópu jafn lengi og það hef­ur gert án hjálp­ar frá Kína.

Til­bú­in til að verja alla Evr­ópu­búa

Nefndi hún að það sem rætt hefði verið á fundi dags­ins á milli ráðherr­anna væri ástand Úkraínu á víg­velli stríðsins og leið þeirra inn í Atlants­hafs­banda­lagið í framtíðinni.

„Framtíð Evr­ópu velt­ur á út­komu þessa stríðs.

Hún velt­ur á að öll okk­ar taki af­stöðu og sýn­um að við erum til­bú­in til að verja ekki bara okk­ur sjálf held­ur alla Evr­ópu­búa,“ sagði for­sæt­is­ráðherr­ann.

Stuðnings­fé beint í aðgerðir

Sagði Frederik­sen að í dag hefðu leiðtog­arn­ir enn á ný samþykkt að halda áfram með sinn sterka nor­ræna stuðning og að henn­ar mati væri sá stuðning­ur best nýtt­ur í her­gagna­fram­leiðslu.

Hrósaði hún Selenskí fyr­ir vinnu sína og fyr­ir að sjá til þess að stuðnings­fé þjóðanna til Úkraínu væri nýtt beint í aðgerðir á víg­vell­in­um.

„Hvað varðar framtíðina þá finnst mér Siguráætl­un­in sýna leiðina áfram fyr­ir okk­ur öll. Við, Norður­lönd­in, mun­um halda áfram að sinna okk­ar skyld­um til að hjálpa þér að ná fram sigri.“

mbl.is