Lokanir komnar upp og langflestir vopnaðir

Norðurlandaráðsþing 2024 | 28. október 2024

Lokanir komnar upp og langflestir vopnaðir

„Þetta er að fara af stað núna,“ segir Kristján Helgi Þráinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn í aðgerða- og skipulagsdeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, spurður út í viðbúnað í tengslum við komu Volodimírs Selenskís Úkraínuforseta til landsins.

Lokanir komnar upp og langflestir vopnaðir

Norðurlandaráðsþing 2024 | 28. október 2024

Lögreglan að störfum í miðbænum í morgun.
Lögreglan að störfum í miðbænum í morgun. mbl.is/Karítas

„Þetta er að fara af stað núna,“ seg­ir Kristján Helgi Þrá­ins­son, aðstoðar­yf­ir­lög­regluþjónn í aðgerða- og skipu­lags­deild lög­regl­unn­ar á höfuðborg­ar­svæðinu, spurður út í viðbúnað í tengsl­um við komu Volodimírs Selenskís Úkraínu­for­seta til lands­ins.

„Þetta er að fara af stað núna,“ seg­ir Kristján Helgi Þrá­ins­son, aðstoðar­yf­ir­lög­regluþjónn í aðgerða- og skipu­lags­deild lög­regl­unn­ar á höfuðborg­ar­svæðinu, spurður út í viðbúnað í tengsl­um við komu Volodimírs Selenskís Úkraínu­for­seta til lands­ins.

Hann seg­ir viðbúnaðinn mik­inn bæði í miðbæ Reykja­vík­ur, þar sem búið er að setja upp lok­an­ir, og á öðrum stöðum þar sem Selenskí verður á ferðinni.

Lögreglan fyrir utan Hörpu í fyrra.
Lög­regl­an fyr­ir utan Hörpu í fyrra. AFP/​John McDougall

„Lang­flest­ir í miðborg­inni í lög­regl­unni í kring­um þetta verk­efni verða vopnaðir,“ seg­ir Kristján Helgi jafn­framt aðspurður en fjöldi lög­reglu­manna þar hleyp­ur á tug­um. 

Liðsstyrk­ur frá Suður­nesj­um

Til að sinna ör­ygg­is­gæslu í Reykja­vík hef­ur lög­regl­an á höfuðborg­ar­svæðinu fengið liðsstyrk frá lög­regl­unni á Suður­nesj­um. Lög­regl­an vinn­ur jafn­framt með lög­regl­unni á Suður­landi í kring­um önn­ur svæði þar sem Selenskí verður á ferðinni, þar á meðal á Þing­völl­um.

„Þetta er stórt sam­starfs­verk­efni lög­reglu og yf­ir­valda á svæðinu,“ seg­ir hann og ját­ar að verk­efnið sé eitt af þeim stóru hjá lög­regl­unni og í lík­ingu við leiðtoga­fund Evr­ópuráðsins í Hörpu á síðasta ári.

Erlendir lögreglumenn fyrir utan Hörpu á síðasta ári þegar leiðtogafundur …
Er­lend­ir lög­reglu­menn fyr­ir utan Hörpu á síðasta ári þegar leiðtoga­fund­ur Evr­ópuráðsins var hald­inn. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son
mbl.is