Selenskí lentur á Íslandi

Norðurlandaráðsþing 2024 | 28. október 2024

Selenskí lentur á Íslandi

Volodimír Selenskí, forseti Úkraínu, er kominn til Íslands. Lenti flugvél hans á Keflavíkurflugvelli fyrir skemmstu og hefur bílalest tekið að aka Reykjanesbrautina í austurátt.

Selenskí lentur á Íslandi

Norðurlandaráðsþing 2024 | 28. október 2024

Volodimír Selenskí, forseti Úkraínu.
Volodimír Selenskí, forseti Úkraínu. AFP

Volodimír Selenskí, for­seti Úkraínu, er kom­inn til Íslands. Lenti flug­vél hans á Kefla­vík­ur­flug­velli fyr­ir skemmstu og hef­ur bíla­lest tekið að aka Reykja­nes­braut­ina í austurátt.

Volodimír Selenskí, for­seti Úkraínu, er kom­inn til Íslands. Lenti flug­vél hans á Kefla­vík­ur­flug­velli fyr­ir skemmstu og hef­ur bíla­lest tekið að aka Reykja­nes­braut­ina í austurátt.

Þetta er hans fyrsta form­lega heim­sókn til lands­ins, en hann mun eiga fund með Bjarna Bene­dikts­syni for­sæt­is­ráðherra og taka þátt í fjórða leiðtoga­fundi Norður­land­anna og Úkraínu.

Þá mun Selenskí einnig ávarpa þing­full­trúa Norður­landaráðs í tengsl­um við þing ráðsins í Reykja­vík, sem hefst á morg­un. Greint hef­ur verið frá götu­lok­un­um og auk­inni ör­ygg­is­gæslu lög­regl­unn­ar í tengsl­um við fund­inn, en þingið verður haldið á Alþingi og í Ráðhúsi Reykja­vík­ur und­ir yf­ir­skrift­inni „Friður og ör­yggi á norður­slóðum“.

Norður­lönd­in staðfast­ur bandamaður

Í til­kynn­ingu seg­ir Selenskí að viðræðurn­ar muni snú­ast um stuðning við svo­kallaða Siguráætl­un og þá þætti þar sem sam­vinna þjóðanna geti áorkað sem mestu.

Nefn­ir hann fjár­mögn­un úkraínskr­ar vopna­fram­leiðslu og lang­drægra vopna, und­ir­bún­ing fyr­ir vet­ur­inn, ör­yggi úti á sjó, þving­an­ir gegn skugga­flota Rúss­lands, aukna aðstoð við varn­ir, þjálf­un og búnað fyr­ir úkraínskt herlið.

Seg­ir hann Norður­lönd staðfast­an banda­mann Úkraínu og að sam­ráðsvett­vang­ur Úkraínu og Norður­landa sé einn skil­virk­asti marg­hliða vett­vang­ur­inn.

„Sam­an get­um við haldið áfram að vinna að því að nýta mögu­leika þessa til fulls.“

mbl.is