Þrjú hundruð manns sinna löggæslu

Norðurlandaráðsþing 2024 | 28. október 2024

Þrjú hundruð manns sinna löggæslu

Um þrjú hundruð manns munu sinna löggæslu í tengslum við fjórða leiðtogafund Norðurlandaráðs og Úkraínu. Volodimír Selenskí Úkraínuforseti kemur til landsins af því tilefni. 

Þrjú hundruð manns sinna löggæslu

Norðurlandaráðsþing 2024 | 28. október 2024

Lögreglan að störfum í miðbænum í morgun.
Lögreglan að störfum í miðbænum í morgun. mbl.is/Karítas

Um þrjú hundruð manns munu sinna lög­gæslu í tengsl­um við fjórða leiðtoga­fund Norður­landaráðs og Úkraínu. Volodimír Selenskí Úkraínu­for­seti kem­ur til lands­ins af því til­efni. 

Um þrjú hundruð manns munu sinna lög­gæslu í tengsl­um við fjórða leiðtoga­fund Norður­landaráðs og Úkraínu. Volodimír Selenskí Úkraínu­for­seti kem­ur til lands­ins af því til­efni. 

Marg­ir þeirra eru vopnaðir, sér­stak­lega þeir sem sinna ör­ygg­is­gæslu.

Þetta seg­ir Karl Stein­ar Vals­son, yf­ir­lög­regluþjónn grein­ing­ar­sviðs rík­is­lög­reglu­stjóra, spurður út í viðbúnaðinn.

Karl Steinar Valsson.
Karl Stein­ar Vals­son. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Hann vill ekki gefa upp hvort Selenskí er kom­inn til lands­ins eða þá hvort hann lend­ir í Kefla­vík eða Reykja­vík. Ákveðinn hóp­ur fylg­ir Selenskí vegna ör­ygg­is­gæslu en Karl Stein­ar gef­ur held­ur ekki upp hversu marg­ir eru í þeim hópi.

Spurður út í aðstoð er­lend­is frá vegna lög­gæslu í tengsl­um við leiðtoga­fund­inn og komu Selenskís seg­ir hann ákveðinn hóp á sér­sviðum veita lög­regl­unni liðss­inni. Spurður kveðst Jón Stein­ar ekki vilja tjá sig um hvort leyniskytt­ur séu þar á meðal.

mbl.is