Vopnaðir lögreglumenn við öllu búnir

Norðurlandaráðsþing 2024 | 28. október 2024

Vopnaðir lögreglumenn við öllu búnir

Viðbúnaður lögreglunnar er mikill í miðbæ Reykjavíkur vegna leiðtogafundar Norðurlandaráðs og komu Volodimírs Selenskís, forseta Úkraínu, hingað til lands.

Vopnaðir lögreglumenn við öllu búnir

Norðurlandaráðsþing 2024 | 28. október 2024

Vopnaðir lögreglumenn á gangi í morgun.
Vopnaðir lögreglumenn á gangi í morgun. mbl.is/Karítas

Viðbúnaður lög­regl­unn­ar er mik­ill í miðbæ Reykja­vík­ur vegna leiðtoga­fund­ar Norður­landaráðs og komu Volodimírs Selenskís, for­seta Úkraínu, hingað til lands.

Viðbúnaður lög­regl­unn­ar er mik­ill í miðbæ Reykja­vík­ur vegna leiðtoga­fund­ar Norður­landaráðs og komu Volodimírs Selenskís, for­seta Úkraínu, hingað til lands.

Vopnaður lögreglumaður stendur vörð við Alþingi.
Vopnaður lög­reglumaður stend­ur vörð við Alþingi. mbl.is/​Karítas

Ljós­mynd­ari mbl.is var á ferðinni í morg­un og smellti mynd­um af vopnuðum lög­reglu­mönn­um sem standa vörð, m.a. við Ráðhús Reykja­vík­ur og Alþingi.

Fjöldi lögreglumanna er að störfum í tengslum við fundinn.
Fjöldi lög­reglu­manna er að störf­um í tengsl­um við fund­inn. mbl.is/​Karítas

Þingið fer fram á Alþingi og í Ráðhús­inu und­ir yf­ir­skrift­inni „Friður og ör­yggi á norður­slóðum“ og verður Ráðhúsið lokað al­menn­ingi næstu daga. 

mbl.is/​Karítas

Í miðbæn­um er Von­ar­stræti lokað milli Lækj­ar­götu og Suður­götu. Templ­ara­sund og Kirkju­stræti frá Póst­hús­stræti eru einnig lokuð, auk Tjarn­ar­götu á milli Von­ar­stræt­is og Kirkju­stræt­is.

mbl.is/​Karítas
mbl.is/​Karítas
Norðurlandafánar blakta við hún við Ráðhús Reykjavíkur.
Norður­landa­fán­ar blakta við hún við Ráðhús Reykja­vík­ur. mbl.is/​Karítas
mbl.is