Fá mikinn stuðning frá Norðurlöndunum

Norðurlandaráðsþing 2024 | 29. október 2024

Fá mikinn stuðning frá Norðurlöndunum

Íslenska ríkið hefur lagt til að tvöfalda stuðningsfé sitt til Úkraínu sem myndi fara í orkuinnviði landsins og varnarkerfi. Þá ákvað Svíþjóð í síðustu viku að styrkja Úkraínu um 20 milljónir evra sem munu fara í hergagnaframleiðslu.

Fá mikinn stuðning frá Norðurlöndunum

Norðurlandaráðsþing 2024 | 29. október 2024

Forsætisráðherrar Norðurlandanna og Volodimír Selenskí á blaðamannafundi í gær.
Forsætisráðherrar Norðurlandanna og Volodimír Selenskí á blaðamannafundi í gær. mbl.is/Karítas

Íslenska ríkið hef­ur lagt til að tvö­falda stuðnings­fé sitt til Úkraínu sem myndi fara í orku­innviði lands­ins og varn­ar­kerfi. Þá ákvað Svíþjóð í síðustu viku að styrkja Úkraínu um 20 millj­ón­ir evra sem munu fara í her­gagna­fram­leiðslu.

Íslenska ríkið hef­ur lagt til að tvö­falda stuðnings­fé sitt til Úkraínu sem myndi fara í orku­innviði lands­ins og varn­ar­kerfi. Þá ákvað Svíþjóð í síðustu viku að styrkja Úkraínu um 20 millj­ón­ir evra sem munu fara í her­gagna­fram­leiðslu.

Einnig koma mikl­ir styrk­ir frá Nor­egi og Finn­landi.

Þetta kom fram á blaðamanna­fundi sem for­sæt­is­ráðherr­ar Norður­land­anna héldu ásamt Volodím­ir Selenskí Úkraínu­for­seta í gær­kvöldi.

Sagði þar Ulf Kristers­son að einnig hefði verið ákveðið fyr­ir tveim­ur dög­um síðan að Svíþjóð myndi styrkja Úkraínu um yfir 9 millj­ón­ir evra sem munu fara í mannúðaraðstoð fyr­ir kom­andi vet­ur.

Ger­ir það úkraínsk­um her­mönn­um kleift að vera með aðgang að hita, vatni, raf­magni, vatni og heil­brigðisþjón­ustu.

Þá greindi hann auk þess frá því í dag að tek­in hefði verið ákvörðun um að Svíþjóð myndi leggja fram 43 millj­ón­ir evra í stuðnings­fé til Úkraínu og sagði hann það vera skil­virka og fljóta leið til þess að styðja við herlið Úkraínu.

Ulf Kristersson, forsætisráðherra Svíþjóðar.
Ulf Kristers­son, for­sæt­is­ráðherra Svíþjóðar. mbl.is/​Karítas

Aug­ljós brot á alþjóðalög­um

Jon­as Gahr Støre, for­sæt­is­ráðherra Nor­egs, sagði að það væri erfitt að heyra frá­sagn­ir af því sem er að ger­ast á víg­vell­in­um. Sak­laus börn, kon­ur og menn væru að verða fyr­ir rúss­nesk­um árás­um í aug­ljós­um brot­um á alþjóðalög­um.

Sagði hann að á norska þing­inu væri nú verið að setja sam­an hjálp­arpakka sem sam­an­stend­ur af 500 millj­ón­um evra og munu þar af 350 millj­ón­ir fara í hernaðaraðstoð.

Jonas Gahr Støre, forsætisráðherra Noregs.
Jon­as Gahr Støre, for­sæt­is­ráðherra Nor­egs. mbl.is/​Karítas

Þekkja af eig­in reynslu að berj­ast fyr­ir sjálf­stæði

Petteri Orpo, for­sæt­is­ráðherra Finn­lands, sagði stuðning við Úkraínu vera eitt mik­il­væg­asta sem hægt væri að gera í dag og að Finn­land þekki af eig­in reynslu að þurfa að berj­ast fyr­ir sjálf­stæði sínu.

Sagði hann að það væri ástæða þess að Finn­land hefði verið einn helsti stuðningsaðili Úkraínu frá byrj­un stríðsins.

„Í síðustu viku til­kynnt­um við að við mynd­um auka sam­starf okk­ar varðandi al­manna­skjól. Við erum að hjálpa Úkraínu og úkraínsk­um lands­mönn­um við að lifa af kom­andi vet­ur með því að senda 14 aðstoðarpakka sem inni­halda rafala, straumbreyta og olíu­brenn­ara auk ann­ars varn­ings,“ sagði for­sæt­is­ráðherr­ann. 

Greint hef­ur verið frá að það sé mat Mette Frederik­sen, for­sæt­is­ráðherra Dan­merk­ur, að stuðnings­fé til Úkraínu sé best nýtt í her­gagna­fram­leiðslu.

Petteri Orpo, forsætisráðherra Finnlands.
Petteri Orpo, for­sæt­is­ráðherra Finn­lands. mbl.is/​Karítas
Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra Íslands.
Bjarni Bene­dikts­son, for­sæt­is­ráðherra Íslands. mbl.is/​Karítas
mbl.is