Koma Selenskís ekki talin ástæða tæknivanda skattsins

Norðurlandaráðsþing 2024 | 29. október 2024

Koma Selenskís ekki talin ástæða tæknivanda skattsins

Vefsíða skattsins lá niðri um skamma hríð fyrr í morgun. Vegna komu Volodimír Selenskí forseta Úkraínu á Norðurlandaþing vöknuðu grunsemdir um að vefsíðan hefði legið niðri vegna netárásar sem runnin væri undan rifjum Rússa.

Koma Selenskís ekki talin ástæða tæknivanda skattsins

Norðurlandaráðsþing 2024 | 29. október 2024

„Eins og staðan er virðist ekkert benda til þess að …
„Eins og staðan er virðist ekkert benda til þess að síðan hafi legið niðri vegna netárásar,“ segir Guðmundur. mbl.is/Kristinn Magnússon

Vefsíða skatts­ins lá niðri um skamma hríð fyrr í morg­un. Vegna komu Volodimír Selenskí for­seta Úkraínu á Norður­landaþing vöknuðu grun­semd­ir um að vefsíðan hefði legið niðri vegna netárás­ar sem runn­in væri und­an rifj­um Rússa.

Vefsíða skatts­ins lá niðri um skamma hríð fyrr í morg­un. Vegna komu Volodimír Selenskí for­seta Úkraínu á Norður­landaþing vöknuðu grun­semd­ir um að vefsíðan hefði legið niðri vegna netárás­ar sem runn­in væri und­an rifj­um Rússa.

Svo virðist þó ekki vera að sögn Guðmund­ar Arn­ar Sig­munds­son­ar, for­stöðumanns hjá CERT-IS.

CERT-IS, netör­ygg­is­sveit Póst- og fjar­skipta­stofu, hef­ur síðustu daga aðstoðað Alþingi og rík­is­lög­reglu­stjóra við að und­ir­búa og skipu­leggja viðbrögð við mögu­leg­um netárás­um í kring­um fund norður­landaráðs og komu Selenskís til lands­ins.

„Eins og staðan er virðist ekk­ert benda til þess að síðan hafi legið niðri vegna netárás­ar,“ seg­ir Guðmund­ur.

Hann seg­ir þó að það verði staðfest end­an­lega síðar í dag. Að sögn Guðmund­ar hef­ur ekki orðið vart við mikl­ar netárás­ir á ís­lensk fyr­ir­tæki og stofn­an­ir enn sem komið er vegna komu Selenskís og fund­ar Norður­landaráðs.

mbl.is