Sameinast gegn glæpagengjum

Óöld í Svíþjóð | 29. október 2024

Sameinast gegn glæpagengjum

Norðurlöndin hafa heitið því að berjast í sameiningu gegn glæpagengjum.

Sameinast gegn glæpagengjum

Óöld í Svíþjóð | 29. október 2024

Frá vinstri: Petteri Orpo, forsætisráðherra Finnlands, Mette Frederiksen og Ulf …
Frá vinstri: Petteri Orpo, forsætisráðherra Finnlands, Mette Frederiksen og Ulf Kristersson. AFP/Halldór Kolbeins

Norður­lönd­in hafa heitið því að berj­ast í sam­ein­ingu gegn glæpa­gengj­um.

Norður­lönd­in hafa heitið því að berj­ast í sam­ein­ingu gegn glæpa­gengj­um.

For­sæt­is­ráðherr­ar Norður­landaráðs, sem hafa fundað hér á landi, kenndu glæpa­hóp­um sem hafa ráðið til sín ung­menni úr fjöl­skyld­um inn­flytj­enda um aukið of­beldi á milli landa­mæra.

Ulf Kristers­son, for­sæt­is­ráðherra Svíþjóðar, sagði viðræðurn­ar á milli land­anna hafa „miðast við að auka sam­starf okk­ar til að tak­ast á við skipu­lagða glæp­a­starf­semi á milli landa“.

Þetta sagði hann eft­ir fund með ráðherr­um Dan­merk­ur, Finn­lands, Íslands og Nor­egs á sama tíma og stefna í inn­flytj­enda­mál­um víðs veg­ar um Evr­ópu er að fær­ast yfir til hægri.

Sví­ar hafa átt erfitt með að stemma stigu við skotárás­um og spreng­ing­um gengja, sem emb­ætt­is­menn segja stunda það að fá til liðs við sig börn úr fá­tæk­um inn­flytj­enda­fjöl­skyld­um.

Greint hef­ur verið frá of­beldi tengt sænsk­um gengj­um bæði í Nor­egi, Dan­mörku og á Íslandi.

Frá vinstri: Mette Frederiksen, Ulf Kristersson, Volodimír Selenskí Úkraínuforseti, Petteri …
Frá vinstri: Mette Frederik­sen, Ulf Kristers­son, Volodimír Selenskí Úkraínu­for­seti, Petteri Orpo, for­seti Finn­lands, og Bjarni Bene­dikts­son for­sæt­is­ráðherra. AFP/​Hall­dór Kol­beins

„Þekkt sænskt vanda­mál“

Kristers­son sagði of­beldi glæpa­gengja vera „vel þekkt sænskt vanda­mál“ sem hefði dreift sér til ná­granna­ríkj­anna. „Okk­ar mark­mið er að stöðva þau, ekki reka þau úr landi.“

Í ág­úst til­kynntu Dan­ir að þeir ætluðu að herða eft­ir­lit með landa­mær­un­um að Svíþjóð í bar­áttu sinni gegn gengj­un­um. 

„Þetta er að versna. Það er verið að fá glæpa­menn í Svíþjóð til að fara til Dan­merk­ur til að fremja al­var­lega glæpi í Dan­mörku, sér­stak­lega Kaup­manna­höfn. Þetta er al­gjör­lega óá­sætt­an­legt,“ sagði Mette Frederik­sen, for­sæt­is­ráðherra Dan­merk­ur.

mbl.is