Segir Norðurlöndin hafa margt að vernda

Norðurlandaráðsþing 2024 | 29. október 2024

Segir Norðurlöndin hafa margt að vernda

„Við erum það svæði í heiminum þar sem velmegun og vellíðan er mæld í hæstu hæðum. Það er því margt sem þarf að vernda. Við búum við fullt lýðræði og ef við bregðumst ekki við í tíma höfum við miklu að tapa.“

Segir Norðurlöndin hafa margt að vernda

Norðurlandaráðsþing 2024 | 29. október 2024

Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra Íslands.
Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra Íslands. mbl.is/Karítas

„Við erum það svæði í heim­in­um þar sem vel­meg­un og vellíðan er mæld í hæstu hæðum. Það er því margt sem þarf að vernda. Við búum við fullt lýðræði og ef við bregðumst ekki við í tíma höf­um við miklu að tapa.“

„Við erum það svæði í heim­in­um þar sem vel­meg­un og vellíðan er mæld í hæstu hæðum. Það er því margt sem þarf að vernda. Við búum við fullt lýðræði og ef við bregðumst ekki við í tíma höf­um við miklu að tapa.“

Þetta sagði Bjarni Bene­dikts­son for­sæt­is­ráðherra á fundi for­sæt­is­ráðherra Norður­land­anna í morg­un.

Sagði hann Norður­lönd­in og nor­rænt sam­starf hafa margt að vernda. 

Á fund­in­um, sem hald­inn var í tengsl­um við þing Norður­landaráðs, voru ör­ygg­is­mál í brenni­depli. Ráðherr­arn­ir ræddu meðal ann­ars skipu­lagða brot­a­starf­semi og hvaða skref væri hægt að stíga til að stemma stigu við henni.

Bjarni Benediktsson á blaðamannafundinum í morgun.
Bjarni Bene­dikts­son á blaðamanna­fund­in­um í morg­un. mbl.is/​Karítas

Auðvelda bú­setu, flutn­inga og viðskipti

Einnig ræddu ráðherr­arn­ir sam­fé­lags­leg mál­efni sem snúa að ein­stak­ling­um og fyr­ir­tækj­um, meðal ann­ars með hvaða hætti sé hægt að gera Norður­lönd­in að enn blóm­legra svæði til bú­setu. 

Bjarni sagði vinnu standa yfir sem miðaði að því að auðvelda bú­setu á Norður­lönd­um, fólki að flytja á milli ríkja, stunda viðskipti og fleira. 

Sér­stök áhersla var lögð á ör­ygg­is­mál á fund­in­um. Bjarni sagði að horf­ast þyrfti í augu við sýni­leg­ar ógn­ir og vísaði þar til varn­ar­mála ann­ars veg­ar og ör­ygg­is­mála hins veg­ar.

Stolt­ur hluti af nor­rænu fjöl­skyld­unni

Hann sagðist stolt­ur af því að vera hluti af nor­rænu fjöl­skyld­unni og yfir því hvað Norður­lönd hefðu og væru að gera til að vernda þau gildi sem ráðist væri á í Úkraínu.

Þá ræddi hann bæði inn­flytj­enda­mál­in og skipu­lagða glæp­a­starf­semi á Norður­lönd­um.

mbl.is