Ekkert skilið eftir nema útveggirnir

Mygla í húsnæði | 31. október 2024

Ekkert skilið eftir nema útveggirnir

Allt verður rifið út úr leikskólanum Hálsaskógi í Seljahverfi og verður ekkert látið standa eftir nema steyptir útveggirnir. Þetta er niðurstaða greiningar- og undirbúningsvinnu og kemur fram í svari Reykjavíkurborgar við fyrirspurn Morgunblaðsins.

Ekkert skilið eftir nema útveggirnir

Mygla í húsnæði | 31. október 2024

Reykjavíkurborg þurfti að taka 15 milljarða lán vegna viðhalds.
Reykjavíkurborg þurfti að taka 15 milljarða lán vegna viðhalds. Ljósmynd/Reykjavíkurborg

Allt verður rifið út úr leikskólanum Hálsaskógi í Seljahverfi og verður ekkert látið standa eftir nema steyptir útveggirnir. Þetta er niðurstaða greiningar- og undirbúningsvinnu og kemur fram í svari Reykjavíkurborgar við fyrirspurn Morgunblaðsins.

Allt verður rifið út úr leikskólanum Hálsaskógi í Seljahverfi og verður ekkert látið standa eftir nema steyptir útveggirnir. Þetta er niðurstaða greiningar- og undirbúningsvinnu og kemur fram í svari Reykjavíkurborgar við fyrirspurn Morgunblaðsins.

Leikskólanum var lokað vegna myglu í upphafi árs 2023 og starfseminni komið fyrir tímabundið annars staðar. Ráðgjafar og hönnuðir eru Arkþing Nordic, Tensio, Varmboði, VSÓ Ráðgjöf og Mannvit/Cowi.

Myglan er verulegt vandamál

Samið hefur verið við verktakann K16 ehf. og er tilboðsverðið tæpar 390 milljónir. Ofan á það leggst kostnaður vegna hönnunar og eftirlits, búnaðarkaup og svo eigin vinna Reykjavíkurborgar. Kostnaðaráætlun er 550 milljónir króna og almennt er kostnaður vegna myglu í skólum og leikskólum sem verst eru farnir á bilinu 1,14-1,47 milljónir á fermetra. Ekki eru allir leikskólar í jafn slæmu ástandi, sem kallar því síður á heildarendurgerð.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag

mbl.is