Ekkert skilið eftir nema útveggirnir

Mygla í húsnæði | 31. október 2024

Ekkert skilið eftir nema útveggirnir

Allt verður rifið út úr leikskólanum Hálsaskógi í Seljahverfi og verður ekkert látið standa eftir nema steyptir útveggirnir. Þetta er niðurstaða greiningar- og undirbúningsvinnu og kemur fram í svari Reykjavíkurborgar við fyrirspurn Morgunblaðsins.

Ekkert skilið eftir nema útveggirnir

Mygla í húsnæði | 31. október 2024

Reykjavíkurborg þurfti að taka 15 milljarða lán vegna viðhalds.
Reykjavíkurborg þurfti að taka 15 milljarða lán vegna viðhalds. Ljósmynd/Reykjavíkurborg

Allt verður rifið út úr leik­skól­an­um Hálsa­skógi í Selja­hverfi og verður ekk­ert látið standa eft­ir nema steypt­ir út­vegg­irn­ir. Þetta er niðurstaða grein­ing­ar- og und­ir­bún­ings­vinnu og kem­ur fram í svari Reykja­vík­ur­borg­ar við fyr­ir­spurn Morg­un­blaðsins.

Allt verður rifið út úr leik­skól­an­um Hálsa­skógi í Selja­hverfi og verður ekk­ert látið standa eft­ir nema steypt­ir út­vegg­irn­ir. Þetta er niðurstaða grein­ing­ar- og und­ir­bún­ings­vinnu og kem­ur fram í svari Reykja­vík­ur­borg­ar við fyr­ir­spurn Morg­un­blaðsins.

Leik­skól­an­um var lokað vegna myglu í upp­hafi árs 2023 og starf­sem­inni komið fyr­ir tíma­bundið ann­ars staðar. Ráðgjaf­ar og hönnuðir eru Arkþing Nordic, Tensio, Varm­boði, VSÓ Ráðgjöf og Mann­vit/​Cowi.

Mygl­an er veru­legt vanda­mál

Samið hef­ur verið við verk­tak­ann K16 ehf. og er til­boðsverðið tæp­ar 390 millj­ón­ir. Ofan á það leggst kostnaður vegna hönn­un­ar og eft­ir­lits, búnaðar­kaup og svo eig­in vinna Reykja­vík­ur­borg­ar. Kostnaðaráætl­un er 550 millj­ón­ir króna og al­mennt er kostnaður vegna myglu í skól­um og leik­skól­um sem verst eru farn­ir á bil­inu 1,14-1,47 millj­ón­ir á fer­metra. Ekki eru all­ir leik­skól­ar í jafn slæmu ástandi, sem kall­ar því síður á heild­ar­end­ur­gerð.

Lesa má meira um málið í Morg­un­blaðinu í dag

mbl.is