Ferðamaður sem slasaðist þakkaði fyrir sig

Ferðamenn á Íslandi | 31. október 2024

Ferðamaður sem slasaðist þakkaði fyrir sig

Bandarískur ferðamaður sem slasaðist alvarlega í grennd við Gullfoss í september sendi starfsfólki Landspítalans nýverið hjartnæmt bréf og gjöf þar sem hann þakkaði fyrir sig.

Ferðamaður sem slasaðist þakkaði fyrir sig

Ferðamenn á Íslandi | 31. október 2024

Samsett mynd

Banda­rísk­ur ferðamaður sem slasaðist al­var­lega í grennd við Gull­foss í sept­em­ber sendi starfs­fólki Land­spít­al­ans ný­verið hjart­næmt bréf og gjöf þar sem hann þakkaði fyr­ir sig.

Banda­rísk­ur ferðamaður sem slasaðist al­var­lega í grennd við Gull­foss í sept­em­ber sendi starfs­fólki Land­spít­al­ans ný­verið hjart­næmt bréf og gjöf þar sem hann þakkaði fyr­ir sig.

Fram kem­ur í Face­book-færslu spít­al­ans að Timot­hy Bra­dley hafi verið á mótor­hjóla­ferð um há­lendi Íslands með vin­um sín­um þegar hann datt og slasaðist al­var­lega. Hann var flutt­ur á Land­spít­al­ann, þar sem bata­ferlið reynd­ist lengra en talið var í fyrstu. Hann þurfti að liggja inni á spít­al­an­um í tvær vik­ur vegna sýk­ing­ar í lunga.

Starfsfólkið var hæstánægt með kaffibollana.
Starfs­fólkið var hæst­ánægt með kaffi­boll­ana. Ljós­mynd/​Land­spít­al­inn

„Til að sýna þakk­læti sitt lét hann hanna sér­merkta kaffi­bolla með áletr­un­inni „I sa­ved Timot­hy“, eða „Ég bjargaði Timot­hy“, sem hann færði starfs­fólki 12G að gjöf, ásamt sér­völdu súkkulaði frá Banda­ríkj­un­um,“ seg­ir í færsl­unni, þar sem Timot­hy er þakkað fyr­ir og óskað skjóts bata.

Timothy Bradley lá í tvær vikur á Landspítalanum.
Timot­hy Bra­dley lá í tvær vik­ur á Land­spít­al­an­um. Ljós­mynd/​Land­spít­al­inn
mbl.is