Skjálftum fjölgar í Ljósufjallakerfi

Ljósufjallakerfi | 31. október 2024

Skjálftum fjölgar í Ljósufjallakerfi

Skjálftavirkni hefur síst minnkað í Ljósufjallakerfinu undanfarinn mánuð. 104 skjálftar hafa mælst frá 1. til 30. október. Til samanburðar höfðu 126 skjálftar mælst það sem af var ári 30. september.

Skjálftum fjölgar í Ljósufjallakerfi

Ljósufjallakerfi | 31. október 2024

Skjálftavirkni hefur síst minnkað í Ljósufjallakerfinu undanfarinn mánuð.
Skjálftavirkni hefur síst minnkað í Ljósufjallakerfinu undanfarinn mánuð. mbl.is/Árni Sæberg

Skjálfta­virkni hef­ur síst minnkað í Ljósu­fjalla­kerf­inu und­an­far­inn mánuð. 104 skjálft­ar hafa mælst frá 1. til 30. októ­ber. Til sam­an­b­urðar höfðu 126 skjálft­ar mælst það sem af var ári 30. sept­em­ber.

Skjálfta­virkni hef­ur síst minnkað í Ljósu­fjalla­kerf­inu und­an­far­inn mánuð. 104 skjálft­ar hafa mælst frá 1. til 30. októ­ber. Til sam­an­b­urðar höfðu 126 skjálft­ar mælst það sem af var ári 30. sept­em­ber.

Veður­stofa Íslands kom fyr­ir nýj­um mæli í lok sept­em­ber í ljósi auk­inn­ar virkni í Ljósu­fjalla­kerf­inu und­an­farna mánuði og ár. Í ág­úst­mánuði mæld­ust 78 skjálft­ar og var smá­skjálfta­hrin­an í þeim sú stærsta í kerf­inu frá upp­hafi mæl­inga árið 2009 sé litið til fjölda skjálfta.

Ljósu­fjalla­kerfið teyg­ir sig frá Kolgrafaf­irði í vestri að Norðurá í Borg­ar­f­irði og dreg­ur nafn sitt af fjall­g­arðinum á Snæ­fellsnesi. Skjálft­arn­ir hafa þó að mestu verið bundn­ir við af­markað svæði við Grjótár­vatn og Hít­ar­vatn, í grennd við þar sem nýja mæl­in­um var komið fyr­ir.

mbl.is