Uppfærður samningur „sögulegt tækifæri“

Norðurlandaráðsþing 2024 | 31. október 2024

Uppfærður samningur „sögulegt tækifæri“

Norðurlandaráð hefur hvatt norrænu ríkisstjórnirnar til þess að uppfæra Helsingforssamninginn.

Uppfærður samningur „sögulegt tækifæri“

Norðurlandaráðsþing 2024 | 31. október 2024

Birgir Ármannsson, forseti Alþingis, Bryndís Haraldsdóttir og Volodimír Selenskí Úkraínuforseti.
Birgir Ármannsson, forseti Alþingis, Bryndís Haraldsdóttir og Volodimír Selenskí Úkraínuforseti. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Norður­landaráð hef­ur hvatt nor­rænu rík­is­stjórn­irn­ar til þess að upp­færa Hels­ing­fors­samn­ing­inn.

Norður­landaráð hef­ur hvatt nor­rænu rík­is­stjórn­irn­ar til þess að upp­færa Hels­ing­fors­samn­ing­inn.

Fram kem­ur í til­kynn­ingu að það sé talið nauðsyn­legt til að tryggja að nor­rænt sam­starf geti þró­ast í takt við tím­ann og end­ur­speglað þró­un­ina í nor­rænu lönd­un­um. End­ur­nýj­un­in muni auka vægi og gildi sam­starfs­ins.

Hels­ing­fors­samn­ing­ur­inn, sem er frá ár­inu 1962, er eins kon­ar stjórn­ar­skrá Norður­landaráðs.

Þing­inu lýk­ur í dag

76. þingi Norður­landaráðs lýk­ur hér á landi í dag. Á þing­inu lögðu þing­menn Norður­landaráðs til að rík­is­stjórn­ir Norður­land­anna end­ur­nýi Hels­ing­fors­samn­ing­inn. Það fel­ur í sér að samn­ing­ur­inn er send­ur til um­fjöll­un­ar í lönd­un­um og rík­is­stjórn­irn­ar svara ráðinu sam­an í gegn­um Nor­rænu ráðherra­nefnd­ina.

„Nor­ræna sam­starfið þarf að fá „stjórn­ar­skrá“ sem er í takt við tím­ann og end­ur­spegl­ar sam­fé­lagið sem við lif­um í. Það telj­um við lyk­il­atriði til að nor­rænt sam­starf geti haldið áfram af krafti,“ seg­ir Bryn­dís Har­alds­dótt­ir, for­seti Norður­landaráðs, í til­kynn­ing­unni.

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra ásamt Bryndísi Haraldsdóttur.
Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ir ut­an­rík­is­ráðherra ásamt Bryn­dísi Har­alds­dótt­ur. mbl.is/​Karítas

Í til­lög­unni seg­ir að þörf sé á skýr­ara orðalagi um hlut­verk hins nor­ræna sam­starfs við að gera nor­ræn­um gild­um og sjón­ar­miðum hátt und­ir höfði á vett­vangi ESB og EES.

Einnig er lagt til að orðalag um nor­rænt sam­starf við mót­un og inn­leiðingu nýrra reglna verði meira bind­andi.

Ger­breytt staða 

„Vinn­an að því að end­ur­nýja hina „nor­rænu stjórn­ar­skrá“ – Hels­ing­fors­samn­ing­inn – mun gefa nor­rænu lönd­un­um sögu­legt tæki­færi til að blása nýju lífi í nor­ræna sam­starfið og þróa það til að það nýt­ist öll­um nor­rænu lönd­un­um og íbú­um þeirra. Mik­il­væg mál­efni á borð við lofts­lags­mál, nátt­úru og sjálf­bærni eru hvergi nefnd þótt til sé kafli í samn­ingn­um um um­hverf­is­mál. Varn­ir, viðbúnaður, sam­fé­lags­ör­yggi og staf­væðing eru held­ur ekki meðal mála­flokka sem um er fjallað í samn­ingn­um,“ seg­ir Bryn­dís einnig í til­kynn­ing­unni.

„Staðan í alþjóðamál­um hef­ur ger­breyst frá því að Hels­ing­fors­samn­ing­ur­inn var gerður, meðal ann­ars vegna þess að Finn­ar og Sví­ar hafa gengið í NATÓ og þar með eru öll nor­rænu lönd­in með aðild að banda­lag­inu. Mál­fars­lega séð er samn­ing­ur­inn einnig úr­elt­ur og ekki í sam­ræmi við tungu­tak nú­tím­ans,“ seg­ir Bryn­dís jafn­framt.

mbl.is