Evrópa á tímamótum

Flóttafólk á Íslandi | 1. nóvember 2024

Evrópa á tímamótum

Eitt af því helsta sem forsætisráðherrar Norðurlandanna ræddu á fundi sínum í vikunni voru þær sameiginlegu áskoranir sem steðja að öllum ríkjunum, þar á meðal hvernig ætti að bregðast við stórauknum fjölda hælisleitenda.

Evrópa á tímamótum

Flóttafólk á Íslandi | 1. nóvember 2024

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra.
Bjarni Benediktsson forsætisráðherra. mbl.is/Karítas

Eitt af því helsta sem for­sæt­is­ráðherr­ar Norður­land­anna ræddu á fundi sín­um í vik­unni voru þær sam­eig­in­legu áskor­an­ir sem steðja að öll­um ríkj­un­um, þar á meðal hvernig ætti að bregðast við stór­aukn­um fjölda hæl­is­leit­enda.

Eitt af því helsta sem for­sæt­is­ráðherr­ar Norður­land­anna ræddu á fundi sín­um í vik­unni voru þær sam­eig­in­legu áskor­an­ir sem steðja að öll­um ríkj­un­um, þar á meðal hvernig ætti að bregðast við stór­aukn­um fjölda hæl­is­leit­enda.

Bjarni Bene­dikts­son for­sæt­is­ráðherra seg­ir í sam­tali við Morg­un­blaðið í dag að Norður­lönd­in og Evr­ópa öll standi nú á mikl­um tíma­mót­um. Seg­ir Bjarni að ráðherr­arn­ir hafi rætt nýj­an Evr­ópusátt­mála sem á að sam­hæfa aðgerðir Evr­ópu­sam­bands­ins og Schengen-svæðis­ins í þess­um efn­um, en að einnig hafi verið rætt hvernig stöðva mætti þenn­an mikla flótta til Norður­landa og hvernig tryggja mætti ytri landa­mæri ESB í heild.

Bjarni seg­ir jafn­framt að mál­in séu of­ar­lega á baugi í öll­um nor­rænu ríkj­un­um og að það sé fás­inna að halda því fram að við glím­um ekki við sama vanda­mál hér.

Lesa má meira um málið í Morg­un­blaðinu í dag. 

mbl.is