Líklega hjálmi að þakka að ekki fór verr

Öryggi sjófarenda | 1. nóvember 2024

Líklega hjálmi að þakka að ekki fór verr

Þegar Blængur NK var á veiðum á suðausturmiðum síðastliðinn vetur slitnaði togvír og var einn skipverjanna svo óheppinn að fá vírinn í sig. Að mati Rannsóknanefndar samgönguslysa voru það samverkandi þættir sem orsökuðu slysið og vísar nefndin meðal annars til þess að kósi í auga togvírs var skemmdur.

Líklega hjálmi að þakka að ekki fór verr

Öryggi sjófarenda | 1. nóvember 2024

Blængur NK frystitogari Síldarvinnslunnar
Blængur NK frystitogari Síldarvinnslunnar Ljósmynd/Síldarvinnslan: Atli Þorsteinsson

Þegar Blæng­ur NK var á veiðum á suðaust­ur­miðum síðastliðinn vet­ur slitnaði tog­vír og var einn skip­verj­anna svo óhepp­inn að fá vír­inn í sig. Að mati Rann­sókna­nefnd­ar sam­göngu­slysa voru það sam­verk­andi þætt­ir sem or­sökuðu slysið og vís­ar nefnd­in meðal ann­ars til þess að kósi í auga tog­vírs var skemmd­ur.

Þegar Blæng­ur NK var á veiðum á suðaust­ur­miðum síðastliðinn vet­ur slitnaði tog­vír og var einn skip­verj­anna svo óhepp­inn að fá vír­inn í sig. Að mati Rann­sókna­nefnd­ar sam­göngu­slysa voru það sam­verk­andi þætt­ir sem or­sökuðu slysið og vís­ar nefnd­in meðal ann­ars til þess að kósi í auga tog­vírs var skemmd­ur.

At­vikið átti sér stað 4. fe­brú­ar í norðaustanátt og nokkr­um sjó. Um borð var unnið að því að taka hlera í gálga en búið var að lása úr þeim og byrjað að hífa í grand­ara, að því er seg­ir í at­viks­lýs­ingu í skýrslu rann­sókna­nefnd­ar­inn­ar.

„Á togþilfari voru fjór­ir menn. Tveir bak­borðsmeg­in og tveir stjórn­borðsmeg­in. Um­rætt sinn gekk allt eðli­lega stjórn­borðsmeg­in en upp­hal­ar­inn bak­borðsmeg­in var klemmd­ur milli aft­urlunn­ing­ar og hlera. Til þess að losa upp­hal­ar­ann þurfti að slaka bak­borðshler­an­um ör­lítið og hífa í hann aft­ur. Skip­verj­arn­ir sem stóðu stjórn­borðsmeg­in voru bún­ir að koma sér fyr­ir á hefðbundn­um stöðum og þeir sem voru bak­borðsmeg­in voru viðbún­ir því að slakað yrði í hler­ann hjá þeim,“ seg­ir í skýrsl­unni.

Fyr­ir mis­tök var síðan slakað í stjórn­borðshler­ann og við það slitnaði tog­vír­inn þeim meg­in með þeim af­leiðing­um að vír­inn slóst í eða féll á skip­verj­ann sem stóð fram­ar utan við renn­una. Var hann flutt­ur í land fjór­um dög­um seinna.

Í mynd úr skýrslu rannsóknanefndar má sjá hvar talið er …
Í mynd úr skýrslu rann­sókna­nefnd­ar má sjá hvar talið er að skip­verj­inn stóð er slysið varð. Mynd/​Rann­sókna­nefnd sam­göngu­slysa

Telja ljóst að um höfuðhögg hafi verið að ræða

Síld­ar­vinnsl­an, sem ger­ir Blæng út, lét gera innri rann­sókn á at­vik­inu og seg­ir skýrslu út­gerðar­inn­ar að „hjálm­ur­inn bjarg­ar að öllum líkind­um að ekki fór verr, þó er erfitt að staðfesta á mynd­um hvar vírinn lend­ir á mann­in­um, ekki sáust nein um­merki á örygg­is­hjálmi eft­ir at­vikið. Maður­inn fær slæm­an heila­hrist­ing í at­vik­inu sem erfitt er að að skýra með öðrum hætti enað vírinn falli í höfuð manns­ins.“

Talið er lík­legt að það hafi verið komn­ir veik­leik­ar í kósu og splæs við auga sem var þess vald­andi að augað gaf sig.

„Við rann­sókn hafa komið fram tæki­færi þar sem hægt er að bæta verklag og vinnuaðstöðu sem lámarka líkur á at­vik­um sem þessu,“ seg­ir í skýrslu út­gerðar­inn­ar.

Bent er þó á að skipt var um togvíra í lok apríl 2023 en viðmiðið er að end­urnýja togvíra á 12 mánaðar fresti. Þá voru hler­ar end­ur­nýjaður í janú­ar 2024 og var þá splæst upp á báðum togvírum.

Gripu til aðgerða

Í kjöl­far slyss­ins var taf­ar­laust farið yfir víra, splæs og augu ásamt því að splæst voru ný augu og skipt um kósa.

Þegar komið var í land var tog­vír stytt­ur um 200 metra og gengið úr skugga um að hann væri í lagi auk þess sem fundn­ir voru öfl­ugri kós­ar sem síður eiga að brotna. Þá var komið fyr­ir upp­hengju/​slá fyr­ir tog­vír milli blakk­ar og flug­braut­ar til að lág­marka hættu á að tog­vír falli á vinnusvæði sjó­manna.

Einnig var ákveðið að yf­ir­fara verklag við um­hirðu víra og verklag á þilfari ef hreyfa þarf tog­spil eft­ir að menn eru komn­ir aft­ur í skut. Í fram­hald­inu verða tog­spil ekki hreyfð fyrr en staðfest­ing liggi fyr­ir um að skip­verj­ar séu á ör­uggu svæði og á að taka til­lit til þess átaks sem er á hlera þegar hann er hífður upp. Auk þess var gert við ör­ygg­is­mynda­vél stjórn­borðsmeg­in sem víaði aft­ur í skut en var biluð þegar at­vikið varð.

Hald­inn var ör­ygg­is­fund­ur með báðum áhöfn­um Blængs áður en farið er í næstu veiðiferð og slysið rætt.

Ákveðið var að bæta verklag um umönn­un slasaðra eft­ir höfuðhögg sem og verklag um varðveislu þess búnaðar sem gef­ur sig og lögð áhersla á að slysstaður sé vel myndaður áður en vinna hefst aft­ur.

Góð og ít­ar­leg grein­ing

„Sam­verk­andi þætt­ir sem fóru sam­an áttu all­ir þátt í slys­inu. Kósi í auga tog­vírs­ins var skemmd­ur, slakað var fyr­ir mis­tök í rang­an hlera þar sem skip­verji stóð á hættu­svæði og híft var með of miklu átaki,“ seg­ir í niður­stöðu rann­sókna­nefnd­ar­inn­ar.

Seg­ir nefnd­in áhöfn og út­gerð hafa gert góða og ít­ar­lega grein­ingu á at­vik­inu.

mbl.is