Maðurinn sem setti samfélagsmiðla á hliðina kominn í framboð

Instagram | 1. nóvember 2024

Maðurinn sem setti samfélagsmiðla á hliðina kominn í framboð

Ívar Orri Ómarsson, maðurinn sem vakti athygli landsmanna fyrr á árinu vegna sérkennilegrar mataráskorunar sem fólst í því að borða einungis óeldaðan mat í fjórar vikur, hefur ákveðið að gefa kost á sér í 2. sæti á lista Lýðræðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður fyrir komandi þingkosningar.

Maðurinn sem setti samfélagsmiðla á hliðina kominn í framboð

Instagram | 1. nóvember 2024

Ívar Orri setti samfélagsmiðla heldur betur á hliðina þegar hann …
Ívar Orri setti samfélagsmiðla heldur betur á hliðina þegar hann byrjaði að deila myndskeiðum af sér að borða óeldaðan mat. Samsett mynd

Ívar Orri Ómars­son, maður­inn sem vakti at­hygli lands­manna fyrr á ár­inu vegna sér­kenni­legr­ar mat­ar­áskor­un­ar sem fólst í því að borða ein­ung­is óeldaðan mat í fjór­ar vik­ur, hef­ur ákveðið að gefa kost á sér í 2. sæti á lista Lýðræðis­flokks­ins í Reykja­vík­ur­kjör­dæmi suður fyr­ir kom­andi þing­kosn­ing­ar.

Ívar Orri Ómars­son, maður­inn sem vakti at­hygli lands­manna fyrr á ár­inu vegna sér­kenni­legr­ar mat­ar­áskor­un­ar sem fólst í því að borða ein­ung­is óeldaðan mat í fjór­ar vik­ur, hef­ur ákveðið að gefa kost á sér í 2. sæti á lista Lýðræðis­flokks­ins í Reykja­vík­ur­kjör­dæmi suður fyr­ir kom­andi þing­kosn­ing­ar.

Þann 14. fe­brú­ar síðastliðinn birt­ist viðtal á mbl.is við Ívar Orra þar sem hann ræddi meðal ann­ars um mat­ar­áskor­un­ina og út­skýrði hvað lá að baki henni.

„Meg­in­á­stæðan fyr­ir því að ég ákvað að taka þess­ari áskor­un er sú að fyr­ir fimm árum þá greind­ist ég með syk­ur­sýki I. Ég hef verið á fullu að lesa mig til og prófa hina ýmsu hluti, eins og mis­mun­andi mataræði, í leit að lækn­ingu,“ sagði Ívar sem var þrítug­ur þegar hann greind­ist eft­ir að hafa upp­lifað mikla van­líðan.

Ívar ákvað að nýta sér áskor­un­ina til að auka lífs­gæði sín. „Áskor­un­in felst í því að borða ekk­ert nema óeldaðan mat í heil­an mánuð til að sjá hvort það hafi ein­hver veiga­mik­il áhrif á mig. Ég fylg­ist grannt með blóðsykr­in­um og mæli hann reglu­lega yfir dag­inn ásamt því að skoða insúlínþörf mína á hrá­fæðismataræðinu. Ég ber mæl­ing­arn­ar síðan sam­an við þær sem ég hef fengið úr „hefðbundna“ dag­lega mataræðinu,“ sagði Ívar sem skoðaði einnig and­lega og lík­am­lega líðan, melt­ingu, svefn­gæði og fleira.

„Það er kom­inn tími á rót­tæk­ar breyt­ing­ar“

Ívar Orri til­kynnti um fram­boð sitt á sam­fé­lags­miðlasíðunni In­sta­gram nú á dög­un­um og viður­kenndi meðal ann­ars að hafa óbeit á stjórn­mál­um og eng­an áhuga á að sitja á Alþingi. 

„Það er kom­inn tími á rót­tæk­ar breyt­ing­ar. En hlut­irn­ir ger­ast ekki af sjálfu sér. Ef maður vill breyt­ing­ar þá þarf maður sjálf­ur að taka í taum­ana og axla ábyrgð á eig­in lífi. Að því sögðu hef ég ákveðið að ég ætla að gera meira en bara kvarta á sam­skiptamiðlum. Þeir sem þekkja mig vita að ég hef óbeit á stjórn­mál­um og hef eng­an áhuga á því að sitja á Alþingi. En í ljósi al­var­leika aðstæðna þá sé ég eng­an ann­an kost en að bretta upp erm­ar og leggja mitt af mörk­um fyr­ir sam­fé­lagið mitt sem ég elska svo heitt,“ skrifaði hann meðal ann­ars við færsl­una.

Lýðræðis­flokk­ur­inn er nýr og var stofnaður af Arn­ari Þór Jóns­syni, sem bauð sig fram til for­seta fyrr á ár­inu.

Í nýj­ustu könn­un Pró­sents fyr­ir Morg­un­blaðið mæl­dist flokk­ur­inn með rétt um 1% fylgi.



mbl.is