Sonur Kim K. hæddist að forsetaframbjóðanda

Kardashian | 1. nóvember 2024

Sonur Kim K. hæddist að forsetaframbjóðanda

YouTube-reikningi Saint West, sonar Kim Kardashian og Kanye West, var lokað eftir að hann birti skopmyndband til að hæða Kamölu Harris.

Sonur Kim K. hæddist að forsetaframbjóðanda

Kardashian | 1. nóvember 2024

Netverjar deila vangaveltum um hvort Kim Kardashian hafi staðið á …
Netverjar deila vangaveltum um hvort Kim Kardashian hafi staðið á bak við prakkarastrik sonar síns. Samsett mynd/Instagram

YouTu­be-reikn­ingi Saint West, son­ar Kim Kar­dashi­an og Kanye West, var lokað eft­ir að hann birti skop­mynd­band til að hæða Kamölu Harris.

YouTu­be-reikn­ingi Saint West, son­ar Kim Kar­dashi­an og Kanye West, var lokað eft­ir að hann birti skop­mynd­band til að hæða Kamölu Harris.

YouTu­be-reikn­ing­ur hins átta ára gamla West var opnaður í sept­em­ber með not­end­a­nafn­inu @TheGoat­Saint. Ekki er leng­ur hægt að nálg­ast efni á reikn­ingi hans vegna téðs skop­mynd­bands.

Í mynd­band­inu blót­ar teikni­mynda­per­sóna því í sand og ösku að hún hafi stigið í skít. Und­ir skó teikni­mynda­per­són­unn­ar hef­ur verið klippt inn mynd af Harris. Skjá­skoti af Harris und­ir skón­um var í kjöl­farið dreift víða á net­inu. 

Harris undir skó teiknimyndapersónu í skopmyndbandi.
Harris und­ir skó teikni­mynda­per­sónu í skop­mynd­bandi. Skjá­skot/​Page Six

Þá hafa net­verj­ar velt upp þeirri spurn­ingu hvort Kar­dashi­an hafi átt ein­hvern þátt í að hlaða mynd­band­inu inn á YouTu­be. 

Aðrir grín­ast með að sjald­an falli eplið langt frá eik­inni, því sjálf­ur Kanye West er sagður gall­h­arður stuðnings­maður Trumps. 

Kim Kar­dashi­an hef­ur hins veg­ar ekki gefið út op­in­ber­lega hvern hún hyggst kjósa í kom­andi kosn­ing­um, hvort það verði Harris eða Trump.

Page Six

mbl.is