Góð aflabrögð hjá bátunum á Suðureyri

Smábátaveiðar | 4. nóvember 2024

Góð aflabrögð hjá bátunum á Suðureyri

Góður gangur hefur verið í veiðum báta sem gerðir eru út frá Suðureyri undanfarna viku. Hafa fjórir bátar landað afla og er samanlagður afli 131,7 tonn. Í gær var landað rétt tæplega 30 tonnum og rúmlega 30 tonnum síðastliðinn laugardag.

Góð aflabrögð hjá bátunum á Suðureyri

Smábátaveiðar | 4. nóvember 2024

Í síðustu viku var landað 131 tonni á Suðureyri.
Í síðustu viku var landað 131 tonni á Suðureyri. Ljósmynd/Suðureyrarhöfn

Góður gangur hefur verið í veiðum báta sem gerðir eru út frá Suðureyri undanfarna viku. Hafa fjórir bátar landað afla og er samanlagður afli 131,7 tonn. Í gær var landað rétt tæplega 30 tonnum og rúmlega 30 tonnum síðastliðinn laugardag.

Góður gangur hefur verið í veiðum báta sem gerðir eru út frá Suðureyri undanfarna viku. Hafa fjórir bátar landað afla og er samanlagður afli 131,7 tonn. Í gær var landað rétt tæplega 30 tonnum og rúmlega 30 tonnum síðastliðinn laugardag.

Frá 28. október til 3. nóvember landaði línubáturinn Einar Guðnason ÍS-303 langmestum afla, var hann tæplega 59 tonn. Þar af eru 29 tonn þorskur og 29 tonn ýsa, en rest er blanda af steinbít, skarkola og löngu ásamt nokkrum kílóum af keilu og karfa.

Veiðar hafa einnig verið með ágætum hjá Hrefnu ÍS-267 sem bar til hafnar á Suðureyri rúm 48 tonn í síðustu viku. Meira en helmingur aflans var ýsa eða 26,4 tonn og 21 tonn var þorskur auk þess sem fengust 324 kíló af steinbít og 313 kíló af skarkola.

Mest landaði Einar Guðnason í gær þegar hann kom til Suðureyrarhafnar með rúm 13 tonn og voru 7,4 tonn aflans ýsa og 5,8 tonn þorskur. Sama dag landaði Hrefna og nam aflinn tæplega 12 tonnum.

mbl.is