Góð aflabrögð hjá bátunum á Suðureyri

Smábátaveiðar | 4. nóvember 2024

Góð aflabrögð hjá bátunum á Suðureyri

Góður gangur hefur verið í veiðum báta sem gerðir eru út frá Suðureyri undanfarna viku. Hafa fjórir bátar landað afla og er samanlagður afli 131,7 tonn. Í gær var landað rétt tæplega 30 tonnum og rúmlega 30 tonnum síðastliðinn laugardag.

Góð aflabrögð hjá bátunum á Suðureyri

Smábátaveiðar | 4. nóvember 2024

Í síðustu viku var landað 131 tonni á Suðureyri.
Í síðustu viku var landað 131 tonni á Suðureyri. Ljósmynd/Suðureyrarhöfn

Góður gang­ur hef­ur verið í veiðum báta sem gerðir eru út frá Suður­eyri und­an­farna viku. Hafa fjór­ir bát­ar landað afla og er sam­an­lagður afli 131,7 tonn. Í gær var landað rétt tæp­lega 30 tonn­um og rúm­lega 30 tonn­um síðastliðinn laug­ar­dag.

Góður gang­ur hef­ur verið í veiðum báta sem gerðir eru út frá Suður­eyri und­an­farna viku. Hafa fjór­ir bát­ar landað afla og er sam­an­lagður afli 131,7 tonn. Í gær var landað rétt tæp­lega 30 tonn­um og rúm­lega 30 tonn­um síðastliðinn laug­ar­dag.

Frá 28. októ­ber til 3. nóv­em­ber landaði línu­bát­ur­inn Ein­ar Guðna­son ÍS-303 lang­mest­um afla, var hann tæp­lega 59 tonn. Þar af eru 29 tonn þorsk­ur og 29 tonn ýsa, en rest er blanda af stein­bít, skar­kola og löngu ásamt nokkr­um kíló­um af keilu og karfa.

Veiðar hafa einnig verið með ágæt­um hjá Hrefnu ÍS-267 sem bar til hafn­ar á Suður­eyri rúm 48 tonn í síðustu viku. Meira en helm­ing­ur afl­ans var ýsa eða 26,4 tonn og 21 tonn var þorsk­ur auk þess sem feng­ust 324 kíló af stein­bít og 313 kíló af skar­kola.

Mest landaði Ein­ar Guðna­son í gær þegar hann kom til Suður­eyr­ar­hafn­ar með rúm 13 tonn og voru 7,4 tonn afl­ans ýsa og 5,8 tonn þorsk­ur. Sama dag landaði Hrefna og nam afl­inn tæp­lega 12 tonn­um.

mbl.is