Norsk losun ekki minni síðan 1990

Loftslagsvá | 5. nóvember 2024

Norsk losun ekki minni síðan 1990

Losun gróðurhúsalofttegunda í Noregi dróst saman um 4,7 prósent milli áranna 2022 og 2023 ef marka má tölfræði norsku hagstofunnar Statistisk sentralbyrå, SSB, og hefur ekki mælst minni frá því 1990 en á árinu sem leið. Eiga iðnfyrirtæki landsins þar stærstan hlut að máli við að draga úr umhverfisáhrifum sínum.

Norsk losun ekki minni síðan 1990

Loftslagsvá | 5. nóvember 2024

Norðmenn hafa ekki losað minna af gróðurhúsalofttegundum síðan árið 1990 …
Norðmenn hafa ekki losað minna af gróðurhúsalofttegundum síðan árið 1990 en eiga þó langt í land með þau markmið sem nú áttu að hafa náðst. AFP/Ed Jones

Los­un gróður­húsaloft­teg­unda í Nor­egi dróst sam­an um 4,7 pró­sent milli ár­anna 2022 og 2023 ef marka má töl­fræði norsku hag­stof­unn­ar Statistisk sentral­byrå, SSB, og hef­ur ekki mælst minni frá því 1990 en á ár­inu sem leið. Eiga iðnfyr­ir­tæki lands­ins þar stærst­an hlut að máli við að draga úr um­hverf­isáhrif­um sín­um.

Los­un gróður­húsaloft­teg­unda í Nor­egi dróst sam­an um 4,7 pró­sent milli ár­anna 2022 og 2023 ef marka má töl­fræði norsku hag­stof­unn­ar Statistisk sentral­byrå, SSB, og hef­ur ekki mælst minni frá því 1990 en á ár­inu sem leið. Eiga iðnfyr­ir­tæki lands­ins þar stærst­an hlut að máli við að draga úr um­hverf­isáhrif­um sín­um.

Í fyrra mæld­ist heild­ar­los­un lands­ins 2,3 millj­ón­um tonna kolt­ví­sýr­ings­gilda minni en 2022 og mun­ar þar mest um minni los­un frá al­menn­um iðnaði og bygg­ing­ar­fram­kvæmd­um, um­ferð og olíu- og gas­vinnslu.

Frá þessu seg­ir Tru­de Mel­by Bot­hner yf­ir­ráðgjafi SSB í sam­tali við norska rík­is­út­varpið NRK og er spurður hvaða bransi fari í skammar­krók­inn.

„Það er upp­hit­un at­vinnu­hús­næðis og heim­ila, þar hef­ur aukn­ing orðið á los­un­inni,“ svar­ar ráðgjaf­inn og bæt­ir því við að örv­arn­ar vísi í rétta átt, los­un í land­inu sé á niður­leið í heild­ina.

Langt í land með helm­ings­mark­mið

Norsk stjórn­völd eru hins veg­ar á eft­ir áætl­un við að draga úr orku­notk­un við hús­hit­un og hef­ur orku­skipta­stofn­un­in Enova, sem heyr­ir und­ir norska um­hverf­is­ráðuneytið, sætt gagn­rýni fyr­ir að for­gangsraða gríðar­stór­um gælu­verk­efn­um um­fram að beita sér fyr­ir minni los­un vegna hús­hit­un­ar norsks al­menn­ings.

Þótt allt sé í átt­ina neydd­ist rík­is­stjórn lands­ins til að gefa það út í nýliðnum októ­ber­mánuði að staða mála væri ekki í sam­ræmi við þá áætl­un að dregið skyldi úr los­un um helm­ing. Í „Græn­bók“ um los­un­ar­mál var tal­an 26,3 pró­sent sett á blað en loku þó ekki fyr­ir það skotið að skil­yrði Par­ís­ar­sam­komu­lags­ins um 55 pró­senta niður­skurð lands­los­un­ar fyr­ir 2030 yrðu upp­fyllt með því að kaupa los­un­ar­kvóta af öðrum ríkj­um, nokkuð sem ákvörðun hafði verið tek­in um að forðast í lengstu lög.

„Hvert tonn og hver tí­und í átt að því að hægja á hnatt­rænni hlýn­un tel­ur,“ seg­ir Tore O. Sand­vik, lofts­lags- og um­hverf­is­ráðherra, við NRK og bæt­ir því við að los­un­ar­töl­ur þok­ist í rétta átt. Í fram­hald­inu þurfi þó aðgerðir, stýr­ingu og póli­tík til að ná mark­miðinu auk þess sem koma þurfi á hvetj­andi verðmæta­sköp­un í at­vinnu­líf­inu fyr­ir sam­fé­lag lág­marks­los­un­ar.

NRK

NRK-II (Norðmenn draga úr kjötáti)

NRK-III (Kom­ast aðeins hálfa leið)

mbl.is