Farþegum fjölgaði um 12%

Ferðamenn á Íslandi | 6. nóvember 2024

Farþegum fjölgaði um 12%

Icelandair flutti 409 þúsund farþega í október, 12% fleiri en á sama tíma í fyrra. Þar af voru 35% á leið til Íslands, 17% frá Íslandi, 42% ferðuðust um Ísland og 6% innan Íslands.

Farþegum fjölgaði um 12%

Ferðamenn á Íslandi | 6. nóvember 2024

Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair.
Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair. mbl.is/Eyþór

Icelanda­ir flutti 409 þúsund farþega í októ­ber, 12% fleiri en á sama tíma í fyrra. Þar af voru 35% á leið til Íslands, 17% frá Íslandi, 42% ferðuðust um Ísland og 6% inn­an Íslands.

Icelanda­ir flutti 409 þúsund farþega í októ­ber, 12% fleiri en á sama tíma í fyrra. Þar af voru 35% á leið til Íslands, 17% frá Íslandi, 42% ferðuðust um Ísland og 6% inn­an Íslands.

Fram kem­ur í til­kynn­ingu að eft­ir­spurn eft­ir ferðum til Íslands hafi auk­ist á ný eft­ir minni eft­ir­spurn mánuðina á und­an.

Sæta­nýt­ing var 84,6%, ein sú hæsta í októ­ber­mánuði. Stund­vísi var 84,4% og jókst um 4,2 pró­sentu­stig á milli ára. Það sem af er ári hef­ur Icelanda­ir flutt yfir fjór­ar millj­ón­ir farþega, 8% fleiri en á sama tíma í fyrra.

„Það er mjög ánægju­legt að sjá aukn­ingu á ferðalög­um til Íslands á ný og enn og aft­ur hvernig sveigj­an­leik­inn í leiðakerf­inu nýt­ist til þess að leggja áherslu á þá markaði þar sem eft­ir­spurn er mest hverju sinni. Að sama skapi er mik­ill kraft­ur í ferðalög­um Íslend­inga með Icelanda­ir en 11% aukn­ing var á markaðnum frá Íslandi á milli ára,” seg­ir Bogi Nils Boga­son, for­stjóri Icelanda­ir, í til­kynn­ing­unni.

mbl.is