Opna útboð vegna Fossvogsbrúar

Borgarlínan | 6. nóvember 2024

Opna útboð vegna Fossvogsbrúar

Vegagerðin hefur opnað fyrir útboð á gerð landfyllinga og sjóvarna vegna nýbyggingar Fossvogsbrúar. Útboðið er fyrsta skrefið í framkvæmd vegna byggingar brúarinnar.

Opna útboð vegna Fossvogsbrúar

Borgarlínan | 6. nóvember 2024

Áætlað er að Fossvogsbrú verði tilbúin 2026.
Áætlað er að Fossvogsbrú verði tilbúin 2026. Tölvuteikning/Alda

Vega­gerðin hef­ur opnað fyr­ir útboð á gerð land­fyll­inga og sjóvarna vegna ný­bygg­ing­ar Foss­vogs­brú­ar. Útboðið er fyrsta skrefið í fram­kvæmd vegna bygg­ing­ar brú­ar­inn­ar.

Vega­gerðin hef­ur opnað fyr­ir útboð á gerð land­fyll­inga og sjóvarna vegna ný­bygg­ing­ar Foss­vogs­brú­ar. Útboðið er fyrsta skrefið í fram­kvæmd vegna bygg­ing­ar brú­ar­inn­ar.

Í til­kynn­ingu frá Vega­gerðinni seg­ir að opnað hafi verið fyr­ir um­sókn­ir á evr­ópska efna­hags­svæðinu (EES). Útboðsgögn­in eru aðgengi­leg á útboðskerf­inu Tend­Sign og verður hægt að skila inn til­boðum til 10. des­em­ber. 

Verklok áætluð 2026

Foss­vogs­brú teng­ir sam­an vest­ur­hluta Kópa­vogs og Reykja­vík. Hún er ætluð Borg­ar­línu­vögn­um, stræt­is­vögn­um, gang­andi og hjólandi veg­far­end­um, auk for­gangsakst­urs viðbragðsaðila. Gert er ráð fyr­ir að 10.000 manns muni ferðast dag­lega um brúna. 

Áætlað er að vinna við land­fyll­ing­ar hefj­ist næsta vor á Kárs­nesi og í fram­haldi Reykja­vík­ur­meg­in. Verklok eru áætluð árið 2026.  

mbl.is