Nokkuð ólík skipting verður á hlutdeildum í grásleppukvótanum milli veiðisvæða með tilliti til fjölda báta á hverju svæði miðað við áætlaðar hlutdeildir sem Fiskistofa birti á dögunum. Með kvótasetningu grásleppu var ákveðið að aflaheimildir í tegundinni yrðu svæðisbundnar en veiðisvæði grásleppu voru á sama tíma fækkað úr sjö í fimm og eru mismargir bátar á hverju svæði.
Nokkuð ólík skipting verður á hlutdeildum í grásleppukvótanum milli veiðisvæða með tilliti til fjölda báta á hverju svæði miðað við áætlaðar hlutdeildir sem Fiskistofa birti á dögunum. Með kvótasetningu grásleppu var ákveðið að aflaheimildir í tegundinni yrðu svæðisbundnar en veiðisvæði grásleppu voru á sama tíma fækkað úr sjö í fimm og eru mismargir bátar á hverju svæði.
Nokkuð ólík skipting verður á hlutdeildum í grásleppukvótanum milli veiðisvæða með tilliti til fjölda báta á hverju svæði miðað við áætlaðar hlutdeildir sem Fiskistofa birti á dögunum. Með kvótasetningu grásleppu var ákveðið að aflaheimildir í tegundinni yrðu svæðisbundnar en veiðisvæði grásleppu voru á sama tíma fækkað úr sjö í fimm og eru mismargir bátar á hverju svæði.
Mestum grásleppukvóta verður úthlutað til báta á Norðurlandi eða tæplega 27% af heildarkvóta, þaðan gera þó 72 bátar út eða 30% þeirra 240 sem munu fá grásleppukvóta. Munar því þremur prósentustigum á hlutfalli báta og hlutdeild í veiðiheimildum.
Mesti munurinn er á nýju veiðisvæði Suðurland-Faxaflói þar sem 36 eða 15% bátanna skipta milli sín 11,43% veiðiheimildanna og nemur munurinn 3,57 prósentustigum. Á veiðisvæðinu Austurland munar 3,12 prósentustigum en þar skiptist 9,8% hlutdeild á tæplega 13% grásleppubáta
Húnaflói sker sig úr og er eina veiðisvæðið þar sem hlutdeild í heildarkvóta er umfram hlutfall grásleppubáta. Þangað rata 16,64% aflaheimilda í grásleppu en þaðan eru gerðir út 15% af grásleppubátum landsins.
Vert er að geta þess að 9,9 prósent aflaheimildanna verða nýttar í meðal annars sérstakan nýliðakvóta. Hvernig hann skiptist á veiðisvæði er óljóst sem stendur og því munu hlutföllin eðlilega breytast.
Sem fyrr segir er grásleppukvóti bundinn við fimm skilgreind svæði. Þau eru: