„Þetta er saga okkar allra“

Eldvirkni á Reykjanesskaga | 9. nóvember 2024

„Þetta er saga okkar allra“

„Ég er bara þakklát fyrir að við höfum komist frá þessu og ég er þakklát öllum sem rétt hafa okkur hjálparhönd,“ segir séra Elínborg Gísladóttir, sóknarprestur í Grindavík, „hvort sem það eru vinir, kunningjar eða fólk sem opnaði heimili sín fyrir Grindvíkingum. Eins er ég þakklát ríkisstjórninni, sem keypti húsin og sá til þess að fólk gæti keypt heimili annars staðar.“

„Þetta er saga okkar allra“

Eldvirkni á Reykjanesskaga | 9. nóvember 2024

Grindavíkurkirkja stendur enn, óskemmd að því er virðist, og sóknin …
Grindavíkurkirkja stendur enn, óskemmd að því er virðist, og sóknin sjálf er enn til. Fyrsta messan frá því að hamfarirnar dundu yfir var þar haldin á sunnudaginn. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Ég er bara þakk­lát fyr­ir að við höf­um kom­ist frá þessu og ég er þakk­lát öll­um sem rétt hafa okk­ur hjálp­ar­hönd,“ seg­ir séra El­ín­borg Gísla­dótt­ir, sókn­ar­prest­ur í Grinda­vík, „hvort sem það eru vin­ir, kunn­ingj­ar eða fólk sem opnaði heim­ili sín fyr­ir Grind­vík­ing­um. Eins er ég þakk­lát rík­is­stjórn­inni, sem keypti hús­in og sá til þess að fólk gæti keypt heim­ili ann­ars staðar.“

„Ég er bara þakk­lát fyr­ir að við höf­um kom­ist frá þessu og ég er þakk­lát öll­um sem rétt hafa okk­ur hjálp­ar­hönd,“ seg­ir séra El­ín­borg Gísla­dótt­ir, sókn­ar­prest­ur í Grinda­vík, „hvort sem það eru vin­ir, kunn­ingj­ar eða fólk sem opnaði heim­ili sín fyr­ir Grind­vík­ing­um. Eins er ég þakk­lát rík­is­stjórn­inni, sem keypti hús­in og sá til þess að fólk gæti keypt heim­ili ann­ars staðar.“

Séra El­ín­borg á tæpa tvo ára­tugi að baki sem þjón­andi sókn­ar­prest­ur Grind­vík­inga þótt síðasta árið hafi kirkju­starf þar gengið úr skorðum. „Sókn­in er enn til og ég held áfram að sinna sókn­ar­börn­un­um eins og mér er unnt.“ Hún kveðst telja kom­andi vet­ur geta orðið Grind­vík­ing­um erfiðan. Að kom­ast í gegn­um áföll er lang­hlaup og tek­ur sinn tíma.

Sókn­ar­prest­ur­inn er beðinn að segja ör­lítið af sjálfri sér áður en við lít­um yfir árs­gamla at­b­urði sem þó falla seint í gleymsk­unn­ar dá.

„Ég er fædd og upp­al­in á sveita­bæ sem heit­ir Kýr­holt í Skagaf­irði og ólst þar upp, þar hafa mín­ar kyn­slóðir búið langt aft­ur í tím­ann,“ seg­ir séra El­ín­borg, sem lauk stúd­ents­prófi frá Fjöl­brauta­skól­an­um í Breiðholti þótt leiðin hafi ekki legið beint í guðfræðina að loknu stúd­ents­prófi.

Reyn­ist hún vera lyfja­tækn­ir að mennt og hafa starfað í apó­teki áður en hún ákvað að láta þann gamla draum ræt­ast að leggja stund á ís­lensku­nám við Há­skóla Íslands, þar sem hún sett­ist á skóla­bekk í þessu skyni haustið 1992. Draum­ur­inn rætt­ist þó aldrei nema að því litla leyti að séra El­ín­borg lagði stund á ís­lensku­námið í gamla Árnag­arði – þó ekki nema í tvo daga.

Séra Elínborg kveður 10. nóvember 2023 mjög eftirminnilegan. Hún er …
Séra El­ín­borg kveður 10. nóv­em­ber 2023 mjög eft­ir­minni­leg­an. Hún er þess full­viss að aft­ur verði búið í Grinda­vík. mbl.is/Ó​laf­ur Árdal

„Þarna átti ég að vera“

„Svo var það bara þannig að fyrsta dag­inn sem ég mætti í ís­lensk­una leitaði það mjög sterkt á mig að fara í guðfræði og þessi hugs­un að fara í guðfræði varð mjög ágeng innra með mér,“ rifjar sókn­ar­prest­ur­inn upp af sín­um stutta ferli sem ís­lensku­nemi því hún venti sínu kvæði í kross eft­ir fyrstu vik­una í ís­lensku og skipti yfir í guðfræði.

„Ég var ekki beint alin upp í trú­rækni, lærði bara bæn­irn­ar heima eins og geng­ur og ger­ist, farið var í messu endr­um og eins en afi söng í kirkju­kórn­um. Ég var hins veg­ar alltaf mjög opin og and­lega sinnuð,“ seg­ir séra El­ín­borg, þar hafi feg­urð skag­firskr­ar nátt­úru opnað and­leg­ar vídd­ir barns­hug­ans, stúlk­unn­ar sem síðar varð sókn­ar­prest­ur þess byggðarlags sem ham­far­ir þrýstu fram á ystu nöf.

Kennsla í guðfræði hófst viku síðar á þeim tíma sem El­ín­borg hóf nám og var henni þegar hleypt í námið þrátt fyr­ir að skipta um náms­leið á síðustu stundu. Hún efaðist hvergi.

„Ég fann það strax þegar ég var kom­in yfir í guðfræðina að þarna átti ég að vera og þetta voru ótrú­lega skemmti­leg ár,“ rifjar hún upp af sex ára námi til embætt­is­prófs í fag­inu, „námið var mjög fjöl­breytt og skemmti­legt og ég naut þess að vera þarna. Hebr­ea­sag­an heillaði mig mikið og Gamla testa­mentið.“ Grísk­an hafi þó verið stremb­in.

Séra El­ín­borg kveðst enn frem­ur hafa heill­ast af siðfræði Nýja testa­ment­is­ins, guðspjöll­un­um og píslar­göng­unni. „Drott­inn, uppris­an og von­in urðu mitt þema, ég skrifaði loka­rit­gerð mína í embætt­is­próf­inu um þján­ing­una í ljósi kross­ins og upprisu Jesú Krists,“ seg­ir hún, en próf­inu lauk hún 1998 og vígðist til Ólafs­fjarðar árið 2001.

Starfaði séra El­ín­borg þar sem af­leys­inga­prest­ur í fjög­ur ár áður en hún hélt suður á ný og fékk embætti sitt í Grinda­vík árið 2006. „Þannig að ég er búin að vera þar í átján ár núna í haust,“ seg­ir hún.

Kirkju­starf í Grinda­vík kveður hún öfl­ugt, enda sé í Grinda­vík mjög kröft­ugt sam­fé­lag. „Grind­vík­ing­ar sáu vel um kirkj­una sína, ef eitt­hvað þurfti að gera var mjög auðvelt að fá pen­inga í það,“ held­ur sókn­ar­prest­ur Grind­vík­inga til tæpra tveggja ára­tuga áfram.

Skalf und­ir fót­um prests­ins

Viltu segja mér ör­lítið frá föstu­deg­in­um 10. nóv­em­ber í fyrra, frá þínu sjón­ar­horni.

„Já,“ byrj­ar séra El­ín­borg og ræsk­ir sig. „Þetta var mjög eft­ir­minni­leg­ur dag­ur. Ég gifti fyr­ir há­degi, lítið brúðkaup og þau voru svo að fara til Reykja­vík­ur og ætluðu að verja helg­inni þar. Eft­ir há­degið ætlaði ég að hitta ferm­ing­ar­börn­in um fimm­leytið, þau áttu að fara að ganga í hús á veg­um Hjálp­ar­starfs kirkj­unn­ar, það var sá tími,“ rifjar hún upp.

Er þarna var komið sögu skóku mikl­ar jarðskjálfta­hrin­ur bæ­inn og seg­ist séra El­ín­borg muna til þess að hún hafi spurt börn­in hvort þau þyrftu ekki bara að hætta við hús­göng­una eins og staðan var orðin. Ekki vildu börn­in það þó, gal­vösk hugðust þau ganga í hús með söfn­un­ar­bauk­ana.

„Svo leið hálf­tími og þá voru all­ir for­eldr­arn­ir komn­ir að ná í börn­in og sögðu „við erum öll að fara úr bæn­um,“ og þarna var skjálft­inn orðinn mik­ill og skalf und­ir fót­un­um á manni,“ seg­ir sókn­ar­prest­ur­inn. Hún hafi þá farið og gengið frá í kirkj­unni og svo haldið á heim­ili sitt, sem var rétt við hlið kirkj­unn­ar.

„Þá voru komn­ir stöðugir skjálft­ar og það var stöðugur straum­ur bíla út úr bæn­um. Ég hugsaði nú samt með mér að ég væri nú ekki að fara neitt, þetta hlyti að enda eins og allt annað. Ég fór svo í Víðihlíð um kvöldið þar sem eldra fólkið býr og þar var þá verið að rýma og farn­ar að koma mikl­ar sprung­ur í húsið. Þá sá maður hvað þetta var al­var­legt,“ seg­ir hún.

Er leið á kvöldið hafi henni svo borist skila­boð í sím­ann frá al­manna­varna­nefnd rík­is­lög­reglu­stjóra þar sem fram hafi komið að all­ir ættu að rýma bæ­inn og vera farn­ir klukk­an þrjú um nótt­ina.

Frá fyrstu messunni í Grindavíkurkirkju eftir hamfarirnar, síðasta sunnudag.
Frá fyrstu mess­unni í Grinda­vík­ur­kirkju eft­ir ham­far­irn­ar, síðasta sunnu­dag. mbl.is/Ó​laf­ur Árdal

Aðeins ein flótta­leið var fær

„Mér brá bara svo­lítið og þegar við fór­um var bara ein fær leið út, það var Krísu­vík. Þá var búið að loka Nes­vegi vegna sprungu og skjálft­arn­ir voru svo mikl­ir á Grinda­vík­ur­vegi að þar var mjög erfitt að vera í bíl. Við vor­um kom­in til Reykja­vík­ur um þrjú­leytið,“ rifjar séra El­ín­borg upp af sér og manni sín­um. Fengu þau inni í íbúð sem bróðir henn­ar átti.

Rifjar hún svo upp það sem hún kall­ar hik­laust ótrú­lega tíma, þegar Grind­vík­ing­ar fengu að fara á heim­ili sín í fylgd björg­un­ar­sveitar­fólks til að ná í eig­ur sín­ar og gátu aðeins stoppað ör­stutta stund.

„Það fór eng­inn til baka,“ seg­ir séra El­ín­borg hugsi, enda bannað nán­ast öll­um að fara í bæ­inn.

Nú sit­ur þessi dag­ur mikið í fólki. Hef­urðu orðið vör við reiði fólks í garð yf­ir­valda, hvað er það sem helst sit­ur í fólki?

„Það er ör­ugg­lega margt sem sit­ur í fólki, fólk bregst mis­jafn­lega við áföll­um en eitt af eðli­leg­um viðbrögðum áfalla er reiði, þessi dag­ur setti alla til­finn­ing­ar­flór­una á hvolf og breytti öllu lífi okk­ar. Sum­ir urðu reiðir, það er al­veg eðli­legt og reiðin beind­ist þá oft­ast að yf­ir­völd­um og al­manna­vörn­um,“ svar­ar hún.

Úrvinnsla áfalla feli meðal ann­ars í sér að gang­ast við til­finn­ing­um sín­um og horf­ast í augu við þá breyttu stöðu sem fólk nú sé í með það að leiðarljósi að ná aft­ur styrk sín­um, „það er okk­ar verk­efni. Nátt­úru­öfl­in lúta eig­in lög­mál­um og við breyt­um þeim ekki.“

„Ljósið er með okkur og skaparinn er með okkur og …
„Ljósið er með okk­ur og skap­ar­inn er með okk­ur og held­ur utan um okk­ur,“ seg­ir El­ín­borg. mbl.is/Ó​laf­ur Árdal

Ólýs­an­legt áfall fyr­ir sam­fé­lagið

Rifjar séra El­ín­borg upp fyrstu mess­una eft­ir ham­far­irn­ar, sem hald­in var á sunnu­dag­inn var, á allra­heil­agra­messu, en eins og fram kom í Morg­un­blaðinu á mánu­dag­inn var síðasta messa fyr­ir ham­far­ir einnig á allra­heil­agra­messu – árið áður.

„Ég sagði í þess­ari messu að nú vær­um við ekki ein­ung­is að syrgja þau ætt­menni sem hafa kvatt þenn­an heim held­ur líka að syrgja það sam­fé­lag sem við höf­um misst. Hvers­dag­ur­inn er gjör­breytt­ur og við öll að fóta okk­ur á nýj­um stað í nýju um­hverfi og sam­fé­lagi og nýj­um húsa­kynn­um. En ég held við séum að fara inn í vet­ur sem verður okk­ur býsna stremb­inn hvað varðar til­finn­ing­ar okk­ar.

Núna ári seinna þegar við erum flest búin að koma okk­ur fyr­ir þar sem við verðum alla vega um stund­ar­sak­ir og börn­in kom­in í skóla. Ein­mitt þá gefst meira rými fyr­ir huga okk­ar að taka við og melta þess­ar miklu breyt­ing­ar og mikla missi og þá birt­ist ein­mana­leik­inn. Þetta er saga okk­ar allra,“ seg­ir séra El­ín­borg.

Hún seg­ir áfallið ólýs­an­legt fyr­ir byggðarlagið. Sjálf hafi hún lent í áföll­um áður, „en þess­ar ham­far­ir eru al­veg ný vídd í þá flóru“.

Aðspurð kveðst hún áfram verða sókn­ar­prest­ur í Grinda­vík, „það er ekki búið að leggja niður eitt eða neitt, hvorki bæ­inn né sókn­ina. En ég fer vítt og breitt, ég er að skíra og sinna fólki og ég sinni þeim Grind­vík­ing­um sem til mín leita.“

Á morg­un er eitt ár liðið frá rým­ingu og það verður margt um að vera í Grinda­vík.

„Það verður sam­veru­stund í kirkj­unni þar sem meðal ann­ars Halla Tóm­as­dótt­ir for­seti ávarp­ar okk­ur. Síðan mun­um við bjóða upp á stund­ir um aðvent­una og jól­in.“

Aft­ur verði búið í Grinda­vík

Hvað held­urðu að sé fram und­an núna, hvað verður?

„Ég trúi því að ekk­ert muni koma fyr­ir bæ­inn þótt haldi áfram að gjósa, ég held að hann muni ekki fara und­ir hraun,“ svar­ar prest­ur, „en svo verður staðan tek­in aft­ur á næsta ári, kvik­an held­ur alltaf áfram að safn­ast und­ir Svartsengi svo að maður get­ur aldrei horft langt fram í tím­ann.

Ég held að í fyll­ingu tím­ans verði aft­ur búið í Grinda­vík, ég held að það verði aft­ur sam­fé­lag þar, það er til­finn­ing mín og inn­sæi mitt seg­ir mér það. Mikl­ar breyt­ing­ar og mik­il áföll bera líka í sér von og eitt­hvað nýtt. Maður þarf að hugsa það þannig. Ljósið er með okk­ur og skap­ar­inn er með okk­ur og held­ur utan um okk­ur,“ seg­ir séra El­ín­borg Gísla­dótt­ir, sókn­ar­prest­ur í Grinda­vík, að lok­um.

Ítar­lega er í blaði dags­ins fjallað um aðdrag­anda 10. nóv­em­ber og at­b­urðarás­ina þann dag, auk þess sem rætt er við fjölda Grind­vík­inga.

24 síðna sérblað fylgir Morgunblaðinu í dag, þar sem fjallað …
24 síðna sér­blað fylg­ir Morg­un­blaðinu í dag, þar sem fjallað er um ham­far­irn­ar 10. nóv­em­ber, upp­lif­un Grind­vík­inga og af­drif þeirra.
mbl.is