„Já, þetta er auðvitað mjög ómerkilegt af þér...“

Flóttafólk á Íslandi | 10. nóvember 2024

„Já, þetta er auðvitað mjög ómerkilegt af þér...“

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra bregst ókvæða við því þegar stjórnandi Spursmála segir það líta út sem hann sé jafn rólegur yfir því að hér á landi séu menn sem hafi tengsl við hryðjuverkasamtök.

„Já, þetta er auðvitað mjög ómerkilegt af þér...“

Flóttafólk á Íslandi | 10. nóvember 2024

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra bregst ókvæða við því þegar stjórnandi Spursmála segir það líta út sem hann sé jafn rólegur yfir því að hér á landi séu menn sem hafi tengsl við hryðjuverkasamtök.

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra bregst ókvæða við því þegar stjórnandi Spursmála segir það líta út sem hann sé jafn rólegur yfir því að hér á landi séu menn sem hafi tengsl við hryðjuverkasamtök.

Líkt og greint hefur verið frá hefur í tveimur þáttum Spursmála verið sýnt fram á að hér á landi dvelur maður sem hefur tengsl við hryðjuverkasamtökin Islamic Jihad og annar sem tekið hefur þátt í mótmælum á Gasasvæðinu þar sem hryðjuverkum var hótað.

Fyrra dæmið var kynnt til sögunnar í viðtali við Svandísi Svavarsdóttur, formann VG, en síðara dæmið tilgreint í viðtalinu við Bjarna Benediktsson. Er hann meðal annars spurður út í þessar upplýsingar í ljósi þess að hann er, sem forsætisráðherra, einnig formaður þjóðaröryggisráðs.

Orðaskiptin þar sem forsætisráðherra sakar þáttarstjórnanda um ómerkilegheit má sjá í spilaranum hér að ofan.

Í tveimur viðtölum við tvo leiðtoga síðustu ríkisstjórnar bendi ég hér á tvö dæmi sem rannsóknarvinna okkar leiðir í ljós, sem lögregla virðist ekki hafa haft vitneskju um. Hversu margir ætli þeir séu fyrst við með okkar veiku innviði í litlum fjölmiðlum á Íslandi, getum komist að þessu. Hver heldur þú að hin raunverulega staða sé? Vikum saman var ISIS-liði frá Sýrlandi sem stikaði göturnar á Akureyri og það tók margar vikur að koma því máli í réttan farveg. Ég er ekki viss um að almenningur á Íslandi sé jafn mikið í rónni og þú og Svandís eruð yfir þessu?

„Já, þetta er auðvitað mjög ómerkilegt af þér að bera mína stefnu saman í þessum málum við það sem Svandís er að gera. Og það er líka mjög ómerkilegt af þér að segja að ég sé bara alveg í rónni yfir þessu. Þegar ég hef einmitt verið að beita mér fyrir auknum heimildum. Við höfum verið að setja fjármagn í lögregluna og við höfum verið að koma í veg fyrir fjölskyldusameiningar til dæmis frá þessu svæði út af þeirri reynslu sem við höfum haft. Þannig að við höfum verið að breyta lögum og setja pening í þetta.“

„Ég ætla að segja þér eitt í þessu máli. Ég hef sagt við ríkislögreglustjóra, lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu og var síðast í svona spjalli um þessi mál í gær að ég held að lögreglan þurfi að hafa ríkari heimildir og betri stefnu um að deila með íslenskum almenningi hvað hún er að fást raunverulega við. Þannig að ég ætla að leyfa mér að fullyrða að lögreglan veit meira en þú heldur að hún viti, lögreglan er að skoða fleiri tilvik en þú heldur að hún sé að gera og lögreglan er að gera það sem hún hefur heimildir til þess að gera innan valdheimilda sem lög veita henni til þess að bregðast við. En því eru takmörk sett. Og við höfum talað fyrir því á þinginu að lögreglan hafi allar þær heimildir sem nauðsynlegt er til þess að ná árangri og við höfum ekki fengið mikinn stuðning, sérstaklega ekki frá flokkunum sem eru að mælast hæst í könnunum.“

Það verður að koma í ljós hvort kjósendum og almenningi finnist það ómerkilegt af minni hálfu að bera þetta hérna upp við formann þjóðaröryggisráðs.

„Nei, að segja að við Svandís séum að tala fyrir sömu stefnu.“

Nei, það sagði ég ekki, nei ég sagði bara..

„Að við hefðum jafn miklar áhyggjur af þessu...“

...Það virðist vera þannig.

 

 

 

mbl.is