Benedikt Gíslason bankastjóri Arion banka verður með erindi á fundi Samtaka fyrirtækja í fjármálaþjónustu á fimmtudaginn en yfirskrift fundarins er Leiðir til að lækka vexti. Í þeim efnum leggur Benedikt áherslu á að endurskoða þurfi hið svokallaða Íslandsálag og bæta umhverfi íslenskra fyrirtækja almennt.
Benedikt Gíslason bankastjóri Arion banka verður með erindi á fundi Samtaka fyrirtækja í fjármálaþjónustu á fimmtudaginn en yfirskrift fundarins er Leiðir til að lækka vexti. Í þeim efnum leggur Benedikt áherslu á að endurskoða þurfi hið svokallaða Íslandsálag og bæta umhverfi íslenskra fyrirtækja almennt.
Benedikt Gíslason bankastjóri Arion banka verður með erindi á fundi Samtaka fyrirtækja í fjármálaþjónustu á fimmtudaginn en yfirskrift fundarins er Leiðir til að lækka vexti. Í þeim efnum leggur Benedikt áherslu á að endurskoða þurfi hið svokallaða Íslandsálag og bæta umhverfi íslenskra fyrirtækja almennt.
„Íslandsálagið er hugtak sem notað hefur verið yfir séríslenskar álögur á fjármálafyrirtæki eins og hærri eiginfjárkröfur, hærri skatta og aðrar álögur eins og bindiskyldu. Allt eykur þetta kostnað hjá bönkunum og getur leitt til hærri vaxta. Við þetta bætist náttúrulega smæð markaðarins en við erum að reka minnstu kerfislega mikilvægu fjármálastofnanir í Evrópu og það kostar. Þær lúta til að mynda sama flókna regluverki og miklu stærri fyrirtæki í Evrópu,“ segir Benedikt.
Hann segir Íslandsálagið vera barn síns tíma. „Þessar séríslensku álögur voru settar á við endurreisn fjármálakerfisins, annars vegar til að efla viðnámsþrótt fjármálafyrirtækjanna og hins vegar til að endurheimta kostnað sem varð til í fjármálahruninu. Það er mikilvægt að endurmeta stöðuna nú þegar 16 ár eru liðin og viðnámsþrótturinn er öflugur og allur kostnaður hefur verið endurheimtur,“ segir hann.
Hann segir Íslandsálagið falla á viðskiptavini bankanna og hluthafa þeirra sem þegar upp er staðið eru fyrst og fremst almenningur.
„Fjármálageirinn á Íslandi er beint og óbeint að þremur fjórðu hlutum í eigu almennings, í gegnum ríkissjóð og lífeyrissjóðina, og því er það almenningur sem ber megnið af kostnaði hluthafa. Álagið bitnar þó helst á almenningi í gegnum hærri vaxtaálögur. Það er því til staðar tækifæri til að stuðla að lægra vaxtaumhverfi. Hér skipta íbúðalánin auðvitað langmestu máli því þau eru langstærsti skuldaliður heimilanna. Á fundinum kynnum við útreikninga sem sýna að ef viðskiptavinurinn bæri einn kostnaðinn af Íslandsálaginu þá myndi það þýða um 1% hærri vexti á íbúðalán, en 1% vextir af 50 milljóna króna íbúðaláni gera 500.000 krónur á ári. En hér þarf þó að hafa í huga að álagið getur verið mismunandi milli banka og hver og einn banki getur brugðist við með mismunandi hætti, t.d. með lækkun innlánsvaxta, hagræðingu eða lægri arðgreiðslum til eigenda sinna.“
Til viðbótar við þær sértæku álögur sem lagðar voru á fjármálafyrirtæki í kjölfar efnahagshrunsins hefur fjármálakerfið sömuleiðis liðið fyrir svokallaða gullhúðun í lagasetningu. „Um helmingur íslenskra reglna á fjármálamarkaði er gullhúðaður að einhverju leyti. Íslensku fjármálafyrirtækin lúta sama flókna regluverki og öll önnur evrópsk fjármálafyrirtæki sem eru skilgreind kerfislega mikilvæg. Fjármálafyrirtæki hér á landi lúta þar af leiðandi sama regluverki og miklu stærri bankar í Evrópu og það segir sig sjálft að slíkt regluverk er umtalsvert meira íþyngjandi fyrir lítil fyrirtæki en stór. Það felst töluverð vinna í að uppfylla þetta flókna regluverk og þess vegna ættum við í lengstu lög að forðast alla gullhúðun, til að gera þetta ekki enn flóknara og þyngra í vöfum en það nú þegar er,“ segir hann.
Benedikt hyggst jafnframt vekja athygli á nýjum fjármögnunarleiðum fyrir íbúðalán á fundinum.
„Ég tel að bankar og lífeyrissjóðir geti snúið bökum saman við útgáfu og viðskipti með skuldabréf sem gefin eru út í evrum til lengri tíma og tryggt í sameiningu hagstæðari fjármögnun íbúðalána til almennings. Með því að fara svipaða leið og annars staðar á Norðurlöndum þar sem stærri hluti íbúðalána er fjármagnaður erlendis skapast svigrúm fyrir innlenda lífeyrissjóði til að fjárfesta meira erlendis og auka þannig áhættudreifingu sína. Sértryggðu skuldabréfin í evrum sem Arion banki gefur út til að fjármagna íbúðalán eru með mjög gott lánshæfi, hærra lánshæfi en íslenska ríkið, þannig að við getum sótt tiltölulega hagstæða fjármögnun á skuldabréfamörkuðum í Evrópu til þess að fjármagna íbúðalán okkar. Til að hægt sé að gera þetta í ríkari mæli þurfum við að geta breytt þessari fjármögnun í íslenskar krónur í gegnum gjaldeyrismarkaðinn hér á landi. Með því að bjóða lífeyrissjóðunum að vera mótaðili í slíkum viðskiptum er þeim gert kleift að fjárfesta enn meira erlendis án þess að taka gjaldeyrisáhættu af því, þannig að þetta væri til hagsbóta fyrir alla aðila.“
Bankarnir bera Íslandsálagið en lífeyrissjóðirnir ekki. Spurður hvort það skekki samkeppnisstöðu á húsnæðislánamarkaði segir Benedikt svo vera, en á móti komi 3,5% uppgjörskrafa um raunávöxtun á lífeyrissjóðina.
„Sú krafa setur þeim kannski einhverjar skorður, en að mínu mati mætti sömuleiðis endurskoða þá kröfu. Er nauðsynlegt að hafa uppgjörskröfu lífeyrissjóða verðtryggða? Þurfa lífeyrissjóðirnir að vera í verðbólgureikningsskilum? Það eru eiginlega öll fyrirtæki hætt að gera upp með verðbólguleiðréttum reikningsskilum og það má velta því fyrir sér hvort þetta fyrirkomulag sé að einhverju leyti að viðhalda verðtryggingu í kerfinu,“ segir Benedikt.
Líkt og Íslandsálagið á bankana sé uppgjörskrafan sett í allt öðru umhverfi.
„Eins og Seðlabankinn benti á í ágætis erindi í síðustu viku voru lífeyrissjóðslögin sett árið 1997 þegar verðtryggðir vextir voru á bilinu 5-6%, sem sagt allt annað vaxtaumhverfi en við búum við núna og allt önnur staða hvað varðar verðbólgu. Ég held að það séu fjölmörg tækifæri til staðar til þess að stíga framfaraskref og bæta vaxtakjör án þess að það bitni á arðsemi eða öðrum aðilum.“