Icelandair flýgur til Istanbúl

Beint flug á spennandi staði | 14. nóvember 2024

Icelandair flýgur til Istanbúl

Þau sem dreymir um að heimsækja hina sögufrægu borg Istanbúl ættu að gleðjast yfir þeim fréttum að borgin sé nýr áfangastaður Icelandair. Flogið verður til borgarinnar fjórum sinnum í viku frá 5. september á næsta ári og er sala á fluginu hafin. Flugtíminn er um fimm klukkustundir og 30 mínútur. Istanbúl er stærsta borg Tyrklands og liggur beggja vegna Bosporus-sunds sem tengir Svartahaf og Marmarahaf.

Icelandair flýgur til Istanbúl

Beint flug á spennandi staði | 14. nóvember 2024

Með auknu samstarfi Icelandair við Turkish Airlines opnast fleiri tengingar …
Með auknu samstarfi Icelandair við Turkish Airlines opnast fleiri tengingar til og frá Íslandi.

Þau sem dreym­ir um að heim­sækja hina sögu­frægu borg Ist­an­búl ættu að gleðjast yfir þeim frétt­um að borg­in sé nýr áfangastaður Icelanda­ir. Flogið verður til borg­ar­inn­ar fjór­um sinn­um í viku frá 5. sept­em­ber á næsta ári og er sala á flug­inu haf­in. Flug­tím­inn er um fimm klukku­stund­ir og 30 mín­út­ur. Ist­an­búl er stærsta borg Tyrk­lands og ligg­ur beggja vegna Bospor­us-sunds sem teng­ir Svarta­haf og Marm­ara­haf.

Þau sem dreym­ir um að heim­sækja hina sögu­frægu borg Ist­an­búl ættu að gleðjast yfir þeim frétt­um að borg­in sé nýr áfangastaður Icelanda­ir. Flogið verður til borg­ar­inn­ar fjór­um sinn­um í viku frá 5. sept­em­ber á næsta ári og er sala á flug­inu haf­in. Flug­tím­inn er um fimm klukku­stund­ir og 30 mín­út­ur. Ist­an­búl er stærsta borg Tyrk­lands og ligg­ur beggja vegna Bospor­us-sunds sem teng­ir Svarta­haf og Marm­ara­haf.

Sam­hliða beinu flugi til tyrk­nesku borg­ar­inn­ar mun Icelanda­ir efla enn frek­ara sam­starf við flug­fé­lagið Tur­k­ish Air­lines. Tur­k­ish Air­lines er það flug­fé­lag í heim­in­um sem flýg­ur til flestra landa og er beint flug Icelanda­ir til Ist­an­búl sér­stak­lega tíma­sett til að tengja vel við flug flug­fé­lags­ins tyrk­neska áfram til Asíu og Mið-Aust­ur­landa. Þegar sam­starfið hef­ur öðlast fullt gildi verður hægt að bjóða upp á hent­ug­ar teng­ing­ar og allt að átta klukku­tím­um styttri ferðatíma til og frá fjölda áfangastaða í austri.

„Ist­an­b­ul er frá­bær áfangastaður og með auknu sam­starfi við Tur­k­ish Air­lines opn­ast mjög góðar teng­ing­ar til Íslands frá fjölda áfangastaða í austri. Und­an­far­in ár höf­um við fundið fyr­ir sí­aukn­um áhuga á ferðalög­um á milli Asíu og Íslands og með þess­um nýju teng­ing­um efl­um við sölu- og dreifi­kerfi okk­ar í Asíu. Þannig styrkj­um við enn frek­ar okk­ar öfl­uga leiðakerfi og sömu­leiðis teng­ing­ar við spenn­andi markaði fyr­ir ferðaþjón­ustu á Íslandi,“ seg­ir Bogi Nils Boga­son, for­stjóri Icelanda­ir, í frétta­til­kynn­ingu.

mbl.is