Falskir rafmyntasalar herja á landann

Netsvik | 15. nóvember 2024

Falskir rafmyntasalar herja á landann

Svikaalda sem tengist rafmyntum herjar á Íslendinga. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varar við svikunum á samfélagsmiðlum í dag.

Falskir rafmyntasalar herja á landann

Netsvik | 15. nóvember 2024

Mynd/Lögreglan

Svika­alda sem teng­ist raf­mynt­um herj­ar á Íslend­inga. Lög­regl­an á höfuðborg­ar­svæðinu var­ar við svik­un­um á sam­fé­lags­miðlum í dag.

Svika­alda sem teng­ist raf­mynt­um herj­ar á Íslend­inga. Lög­regl­an á höfuðborg­ar­svæðinu var­ar við svik­un­um á sam­fé­lags­miðlum í dag.

Lög­regla seg­ir fjöl­mörg fjár­svika­mál hafa komið upp þar sem lands­menn eru blekkt­ir í síma eða skila­boðum í net­heim­um til að kaupa raf­mynt­ir í gegn­um vef­inn. 

Var­ar lög­regla al­menn­ing við og bend­ir á að um sé að ræða svik sem séu hluti af skipu­lagðri glæp­a­starf­semi.

Hringt úr ís­lensk­um núm­er­um

„Gjarn­an er hringt í fólk úr ís­lensk­um síma­núm­er­um jafn­vel þó sá sem hringi tali ensku og fólki haldið þar á spjalli á meðan svik­in fara fram.

Jafn­vel þó ís­lensk síma­núm­er séu notuð er viðkom­andi aðili ekki stadd­ur á Íslandi,“ eins og seg­ir í færslu lög­reglu sem legg­ur upp með nokkr­ar góðar regl­ur fóki til handa:

  • Hafna öll­um viðskipt­um við ókunn­uga í gegn­um síma
  • Gefa aldrei upp lyk­il­orð eða net­fang til slíkra aðila
  • Gefa aldrei upp ör­yggis­tölu fyr­ir ra­f­ræn skil­ríki
  • Ef í vafa, hringdu í vin

Ef ókunn­ug­ur biður um að fólk fari inn á ókunna síðu með ra­f­ræn­um skil­ríkj­um sín­um seg­ir lög­regla eina til­gang­inn að yf­ir­taka síma og heima­banka fólks.

„Eft­ir að búið er að færa fé í kaup­höll fyr­ir raf­mynt­ir á net­inu er ómögu­legt fyr­ir lög­reglu eða fjár­mála­stofn­an­ir að end­ur­heimta það fé.“

mbl.is