Gæsluvarðhald framlengt og rannsókn á lokastigi

Manndráp við Krýsuvíkurveg | 15. nóvember 2024

Gæsluvarðhald framlengt og rannsókn á lokastigi

Gæsluvarðhald yfir manninum sem grunaður er um að hafa banað dóttur sinni, hinni 10 ára gömlu Kolfinnu Eldeyju Sigurðardóttur, hefur verið framlengt um fjórar vikur.

Gæsluvarðhald framlengt og rannsókn á lokastigi

Manndráp við Krýsuvíkurveg | 15. nóvember 2024

Frá rannsókn lögreglu á vettvangi í september.
Frá rannsókn lögreglu á vettvangi í september. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Gæslu­v­arðhald yfir mann­in­um sem grunaður er um að hafa banað dótt­ur sinni, hinni 10 ára gömlu Kolfinnu Eld­eyju Sig­urðardótt­ur, hef­ur verið fram­lengt um fjór­ar vik­ur.

Gæslu­v­arðhald yfir mann­in­um sem grunaður er um að hafa banað dótt­ur sinni, hinni 10 ára gömlu Kolfinnu Eld­eyju Sig­urðardótt­ur, hef­ur verið fram­lengt um fjór­ar vik­ur.

Þetta staðfest­ir Ei­rík­ur Val­berg, lög­reglu­full­trúi hjá miðlægri deild lög­regl­unn­ar, í sam­tali við mbl.is en gæslu­v­arðhald yfir mann­in­um átti að renna út í gær.

Stúlk­an fannst lát­in við Krýsu­vík­ur­veg þann 15. sept­em­ber síðastliðinn og var faðir henn­ar hand­tek­inn við Krýsu­vík­ur­veg­inn dag­inn sem líkið fannst. Hann hef­ur því verið í gæslu­v­arðhaldi í níu vik­ur en eng­inn get­ur setið leng­ur í gæslu­v­arðhaldi en tólf vik­ur ef ekki er gef­in út ákæra.

Ei­rík­ur seg­ir að rann­sókn máls­ins miði vel en eins og í mál­um sem þess­um þá sé oft löng bið eft­ir gögn­um eins og enda­legri krufn­ings­skýrslu, DNA-gögn­um og sér­fræðigögn­um.

„Við telj­um okk­ur hafa skýra mynd af því sem gerðist. Við get­um ekki haldið mann­in­um leng­ur en í tólf vik­ur án ákæru en við mun­um ljúka rann­sókn máls­ins inn­an þess tíma,“ seg­ir Ei­rík­ur.

mbl.is