Bubbi fagnar degi íslenskrar tungu á RÚV

Íslenska | 16. nóvember 2024

Bubbi fagnar degi íslenskrar tungu á RÚV

Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens, í samstarfi við menningar- og viðskiptaráðuneytið, hefur að undanförnu unnið að íslenskuverkefni undir yfirskriftinni Málæði. Afrakstur verkefnisins verður frumsýndur á RÚV í kvöld, á degi íslenskrar tungu.

Bubbi fagnar degi íslenskrar tungu á RÚV

Íslenska | 16. nóvember 2024

Fjöldi tónlistarmanna tóku þátt í verkefninu, þá meðal annars GDRN, …
Fjöldi tónlistarmanna tóku þátt í verkefninu, þá meðal annars GDRN, Vignir Snær og Emmsjé Gauti. mbl.is/Þorgeir

Tón­list­armaður­inn Bubbi Mort­hens, í sam­starfi við menn­ing­ar- og viðskiptaráðuneytið, hef­ur að und­an­förnu unnið að ís­lensku­verk­efni und­ir yf­ir­skrift­inni Málæði. Afrakst­ur verk­efn­is­ins verður frum­sýnd­ur á RÚV í kvöld, á degi ís­lenskr­ar tungu.

Tón­list­armaður­inn Bubbi Mort­hens, í sam­starfi við menn­ing­ar- og viðskiptaráðuneytið, hef­ur að und­an­förnu unnið að ís­lensku­verk­efni und­ir yf­ir­skrift­inni Málæði. Afrakst­ur verk­efn­is­ins verður frum­sýnd­ur á RÚV í kvöld, á degi ís­lenskr­ar tungu.

Verk­efn­inu er ætlað að hvetja ungt fólk til að tjá sig á ís­lensku í tali og tón­um.

Í til­kynn­ingu á vef Stjórn­ar­ráðsins seg­ir að skila­boð verk­efn­is­ins séu þau að tungu­málið til­heyri öll­um og að leika megi sér með það.

Norður­land kom sterkt inn

Í til­kynn­ingu er haft eft­ir Elfu Lilju Gísla­dótt­ur, verk­efna­stjóra List fyr­ir alla, að þátt­taka í verk­efn­inu hef­ur verið stór­góð:

„Við feng­um senda yfir 100 texta og fjölda laga alls staðar að en Norður­land kom sér­stak­lega sterkt inn þar sem lög­in þrjú koma frá ung­ling­um í Grunn­skól­an­um Aust­an vatna á Hofsósi, Grunn­skóla Húnaþings Vestra og Brekku­skóla á Ak­ur­eyri.“

Fjöldi tón­list­ar­manna tók þátt

Fjöldi tón­list­ar­manna tók þátt í verk­efn­inu. Tón­list­ar­kon­an GDRN og Vign­ir Snær heim­sóttu Hofsós og unnu með ung­linga­deild skól­ans þar. Þá heim­sótti rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti Brekku­skóla á Ak­ur­eyri og vann þar með 10. bekk skól­ans.

Kynn­ar þátt­ar­ins á RÚV eru Katla Njáls­dótt­ir og Mika­el Kaaber og hefst hann klukk­an 19:45.

„Ég fæ hrein­lega gæsa­húð við að rifja upp síðustu tvær vik­ur þar sem við höf­um þeyst um landið með þekktu og reyndu tón­listar­fólki og séð upp­renn­andi tón­listar­fólk skína skært. Tungu­málið til­heyr­ir okk­ur öll­um og það má, og á að leika sér með það. Barna­menn­ing er ekki bara afþrey­ing held­ur erum við að ala upp mann­eskj­ur og rækta mennsku. Gefa ungu fólki tæki og tól til að finna sínu áhuga­sviði og hæfi­leik­um far­veg með ís­lensk­una að vopni,“ er haft eft­ir Elfu Lilju í til­kynn­ing­unni.

mbl.is