Ekki eins og jólasveinn á hreindýrssleða

Ekki eins og jólasveinn á hreindýrsvagni

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segist ekki bregða sér í líki jólaveinsins þegar hann leggur til að íslensku þjóðinni verði afhentur ríflega 100 milljarða hlutur ríkisins í Íslandsbanka.

Ekki eins og jólasveinn á hreindýrsvagni

Sala á hlut ríkisins í Íslandsbanka | 16. nóvember 2024

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segist ekki bregða sér í líki jólaveinsins þegar hann leggur til að íslensku þjóðinni verði afhentur ríflega 100 milljarða hlutur ríkisins í Íslandsbanka.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segist ekki bregða sér í líki jólaveinsins þegar hann leggur til að íslensku þjóðinni verði afhentur ríflega 100 milljarða hlutur ríkisins í Íslandsbanka.

Þetta kemur fram í nýju viðtali við hann á vettvangi Spursmála.

Vaxtakostnaður íþyngjandi

Þar er hann spurður þeirrar áleitnu spurningar hvort ríkissjóður, sem er undir miklum þrýstingi vegna vaxtakostnaðar af lántökum sínum, sé í færi til þess að losa þennan ríflega 100 milljarða hlut í bankanum út af efnahagsreikningi sínum.

Svar Sigmundar Davíðs er einfalt. Hann segist treysta fólkinu í landinu betur fyrir þessum eignarhlut en ríkinu.

Þá þvertekur hann fyrir að þessi gjörningur myndi leiða til verðbólguþrýstings, jafnvel þótt þetta gæti í einni svipan fært fjögurra manna fjölskyldu ríflega 1,2 milljónir króna lóðbeint í vasann.

Orðaskiptin um þetta má sjá í spilaranum hér að ofan.

Þá er viðtalið við Sigmund allt aðgengilegt í spilaranum hér fyrir neðan.

 

mbl.is