Bjarki Gunnlaugs og Rósa Signý giftu sig í gærkvöldi

Brúðkaup | 17. nóvember 2024

Bjarki Gunnlaugs og Rósa Signý giftu sig í gærkvöldi

Kærustuparið til 20 ára, Bjarki Bergmann Gunnlaugsson fótboltamaður, og Rósa Signý Gísladóttir doktor í sálfræðilegum vísindum og vísindamaður hjá Íslenskri erfðagreiningu eru nú hjón en þau giftu sig í gærkvöldi. Hægt er að fullyrða að reynsla sé komin á sambandið eftir þessa 20 ára prufukeyrslu. Ragnar Ísleifur Bragason athafnastjóri hja Siðmenn og leikskáld gaf hjónin saman og fór athöfnin og veislan fram í Marshall-húsinu.

Bjarki Gunnlaugs og Rósa Signý giftu sig í gærkvöldi

Brúðkaup | 17. nóvember 2024

Bjarki Bergmann Gunnlaugsson og Rósa Signý Gísladóttir eru nú hjón.
Bjarki Bergmann Gunnlaugsson og Rósa Signý Gísladóttir eru nú hjón. Samsett mynd

Kær­ustuparið til 20 ára, Bjarki Berg­mann Gunn­laugs­son fót­boltamaður, og Rósa Signý Gísla­dótt­ir doktor í sál­fræðileg­um vís­ind­um og vís­indamaður hjá Íslenskri erfðagrein­ingu eru nú hjón en þau giftu sig í gær­kvöldi. Hægt er að full­yrða að reynsla sé kom­in á sam­bandið eft­ir þessa 20 ára prufu­keyrslu. Ragn­ar Ísleif­ur Braga­son at­hafna­stjóri hja Siðmenn og leik­skáld gaf hjón­in sam­an og fór at­höfn­in og veisl­an fram í Mars­hall-hús­inu.

Kær­ustuparið til 20 ára, Bjarki Berg­mann Gunn­laugs­son fót­boltamaður, og Rósa Signý Gísla­dótt­ir doktor í sál­fræðileg­um vís­ind­um og vís­indamaður hjá Íslenskri erfðagrein­ingu eru nú hjón en þau giftu sig í gær­kvöldi. Hægt er að full­yrða að reynsla sé kom­in á sam­bandið eft­ir þessa 20 ára prufu­keyrslu. Ragn­ar Ísleif­ur Braga­son at­hafna­stjóri hja Siðmenn og leik­skáld gaf hjón­in sam­an og fór at­höfn­in og veisl­an fram í Mars­hall-hús­inu.

Vís­ir greindi fyrst frá brúðkaup­inu. 

Bjarki er þekkt­ur fót­boltamaður en hann var at­vinnumaður í fag­inu á sín­um yngri árum. Hann lék með ÍA, KR, Nürn­berg, Molde og Prest­on svo ein­hver lið séu nefnd. 

Rósa Signý vinn­ur hjá Íslenskri erfðagrein­ingu en hún komst í frétt­ir þegar hún og Kári Stef­áns­son for­stjóri fyr­ir­tæk­is­ins greindu frá því að erfðabreyt­an sem fannst í rann­sókn Íslenskr­ar erfðagrein­ing­ar á erfðum radda hef­ur áhrif á hjarta og æðakerfi.

Rann­sókn­in leiddi í ljós að erfðabreyta í geninu ABCC9 hef­ur áhrif á tón­hæð radd­ar­inn­ar. At­hygl­is­vert er að erfðabreyt­an sem fannst í rann­sókn Íslenskr­ar erfðagrein­ing­ar hef­ur áhrif á rödd­ina í körl­um og kon­um óháð lík­ams­stærð. Sama erfðabreyta hef­ur áhrif á hjarta og æðakerfi og und­ir­strik­ar sam­band tón­hæðar og lík­am­legr­ar heilsu.

„Tengsl við heilsu var hvatn­ing til að skoða þetta og til eru rann­sókn­ir sem benda til þess að breyt­ing­ar á rödd­inni geti verið birt­inga­mynd sjúk­dóma. Í þess­ari rann­sókn sjá­um við nokkuð skýr tengsl við heilsu­tengd­ar breyt­ur. Hærri tón­hæð teng­ist hærri mörk­um blóðþrýst­ings, minni vöðvamassa og hærri fitu­pró­sentu. Það er áhuga­vert mynstur og við sjá­um í gögn­un­um að erfðabreyt­an sem teng­ist hærri tón­hæð er sú sama og teng­ist hærri blóðþrýst­ingi,“ seg­ir Rósa Signý Gísla­dótt­ir vís­indamaður hjá Íslenskri erfðagrein­ingu og doktor í sál­fræðileg­um mál­vís­ind­um.

„Í þess­ari skrítnu rann­sókn sem fljótt á litið sýn­ist ekki tengj­ast heilsu þá eru í þessu alls kyns sniðugar upp­lýs­ing­ar. Þetta ger­ist þegar þú legg­ur af stað í leiðang­ur eins og Rósa gerði án þess að hafa ein­hvers kon­ar kenn­ingu til að byrja með. Hún legg­ur af stað án þess að vera með sér­stak­ar vænt­ing­ar um hvað hún kunni að finna,“ sagði Kári Stef­áns­son for­stjóri ÍE. 

Smart­land ósk­ar Bjarka og Rósu Sig­nýju til ham­ingju með gift­ing­una!

mbl.is