Takast á um „woke-afbökun íslenskunnar“

Íslenska | 17. nóvember 2024

Sigmundur og Þórdís takast á um „woke-afbökun íslenskunnar“

Sigmundur Davíð Guðlaugsson, formaður Miðflokksins, er argur yfir notkun Sjálfstæðismanna á kynhlutlausu máli. Hann sakar þá um að hafa misnotað okkar ástkæra ylhýra á sjálfum degi íslenskrar tungu.

Sigmundur og Þórdís takast á um „woke-afbökun íslenskunnar“

Íslenska | 17. nóvember 2024

Þórdís klórar sér í hausnum yfir því að Sigmundur kippi …
Þórdís klórar sér í hausnum yfir því að Sigmundur kippi sér upp við orðin „öll velkomin“. Samsett mynd

Sig­mund­ur Davíð Guðlaugs­son, formaður Miðflokks­ins, er arg­ur yfir notk­un Sjálf­stæðismanna á kyn­hlut­lausu máli. Hann sak­ar þá um að hafa mis­notað okk­ar ástkæra yl­hýra á sjálf­um degi ís­lenskr­ar tungu.

Sig­mund­ur Davíð Guðlaugs­son, formaður Miðflokks­ins, er arg­ur yfir notk­un Sjálf­stæðismanna á kyn­hlut­lausu máli. Hann sak­ar þá um að hafa mis­notað okk­ar ástkæra yl­hýra á sjálf­um degi ís­lenskr­ar tungu.

Í gær var dag­ur ís­lenskr­ar tungu, sem hald­inn er ár hvert á af­mæl­is­degi Jónas­ar Hall­gríms­son­ar, 16.nóv­em­ber. Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn aug­lýsti á sam­fé­lags­miðlum að kosn­inga­skrif­stofa sín væri opin og að þar væru „öll vel­kom­in“. 

„Þetta er slík mis­notk­un á tungu­mál­inu (á degi ís­lenskr­ar tungu) að ég varð að bregðast við á út­lensku,“ skrifaði Sig­mund­ur, sem lét gam­alt jarm fylgja færsl­unni af manni sem spyr „hvers vegna?“. 

Sig­mund­ir vill nefni­lega meina kyn­hlut­laust mál sé ekki „rök­rétt“ og sak­ar Sjálf­stæðis­menn um „mein­lega „woke”-af­bök­un ís­lensk­unn­ar“.

All­ir vel­komn­ir hjá þér og öll vel­kom­in hjá mér

Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ir, ut­an­rík­is­ráðherra úr röðum Sjálf­stæðismanna, kom flokki sín­um til varn­ar í komm­enta­kerf­inu.

„Hvernig er það mál­fræðilega rangt eða mis­notk­un á ís­lenskri tungu að bjóða öll vel­kom­in? Ég skil al­veg leik­inn að vera sniðugur en það er þá bara af því þér finnst asna­legt að bjóða öll vel­kom­in - ekki af því það er mál­fræðilega rangt að gera það,“ skrifaði hún.

„All­ir vel­komn­ir hjá þér og öll vel­kom­in hjá mér - hvor­ugt er mis­notk­un á okk­ar yl­hýra.“

Og Sig­mund­ur svaraði: „Öll hvað, börn, dýr, hjú?“

Síðan hlekkjaði hann gamla færslu af blogg­inu sínu við um­mæl­in.



mbl.is