Álag á starfsfólki vegna grásleppukvóta

Grásleppuveiðar | 18. nóvember 2024

Álag á starfsfólki vegna grásleppukvóta

„Mikið álag er á starfsfólki Fiskistofu vegna úthlutunnar hlutdeilda í grásleppu,“ segir í tilkynningu sem birt var á vef Fiskistofu í dag. Er þar óskað eftir því að allar fyrirspurnir varðandi úthlutunina séu sendar með tölvupósti.

Álag á starfsfólki vegna grásleppukvóta

Grásleppuveiðar | 18. nóvember 2024

Grásleppuveiðum verður framveigis stýrt með aflamarki, en mikið álag hefur …
Grásleppuveiðum verður framveigis stýrt með aflamarki, en mikið álag hefur verið á starfsfólki vegna fyrirspurna um útreikning hlutdeilda grásleppubáta. mbl.is/Hafþór

„Mikið álag er á starfs­fólki Fiski­stofu vegna út­hlut­unn­ar hlut­deilda í grá­sleppu,“ seg­ir í til­kynn­ingu sem birt var á vef Fiski­stofu í dag. Er þar óskað eft­ir því að all­ar fyr­ir­spurn­ir varðandi út­hlut­un­ina séu send­ar með tölvu­pósti.

„Mikið álag er á starfs­fólki Fiski­stofu vegna út­hlut­unn­ar hlut­deilda í grá­sleppu,“ seg­ir í til­kynn­ingu sem birt var á vef Fiski­stofu í dag. Er þar óskað eft­ir því að all­ar fyr­ir­spurn­ir varðandi út­hlut­un­ina séu send­ar með tölvu­pósti.

Fiski­stofa til­kynnti 4. nóv­em­ber að stofn­un­in hefði tekið sam­an áætlaða út­hlut­un hlut­deilda í grá­sleppu í tengsl­um við lög um kvóta­setn­ingu grá­sleppu­veiða sem samþykkt voru á Alþingi í júní síðastliðnum.

Vænt­an­leg út­hlut­un grá­sleppu­kvóta bygg­ir á út­reiknaðri veiðireynslu grá­sleppu­báta en frest­ur eig­enda og út­gerða til að gera at­huga­semd­ir við út­reikn­ing­ana renn­ur út á morg­un, 19. nóv­em­ber.

Um hundrað grá­sleppu­bát­ar sem hafa verið með grá­sleppu­veiðileyfi munu ekki fá grá­sleppu­kvóta á grund­velli út­reikn­ing­anna, en út­hlut­un mun byggja á veiðireynslu. Litið er til landaðs afla frá og með ár­inu 2018 til og með árs­ins 2022 að und­an­skildu ár­inu 2020, á þeim tíma sem leyfi til grá­sleppu­veiða var í gildi plús einn dag­ur. 

mbl.is