Bounty-bitar sem fullnægja sykurlönguninni

Uppskriftir | 18. nóvember 2024

Bounty-bitar sem fullnægja sykurlönguninni

Þegar sykurlöngunin lætur á sér kræla er gott að eiga holla og góða bita í kælinum eða frystinum til grípa í. Hér eru á ferðinni frábærir, auðveldir og hollir bitar sem fullnægja sykur þörfinni þegar hún kallar. Heiðurinn af þessari uppskrift á heilsumarkþjálfinn Kristjana Steingrímsdóttir, alla jafna kölluð Jana, eins og lesendur ættu að þekkja. Hún er með blæti fyrir bitum sem þessum og nýtur þess að grípa í. Einnig er hún iðin við að bjóða góðum vinum upp á bita að njóta.

Bounty-bitar sem fullnægja sykurlönguninni

Uppskriftir | 18. nóvember 2024

Girnilegir bounty-bitarnir hennar Jönu.
Girnilegir bounty-bitarnir hennar Jönu. Samsett mynd

Þegar syk­ur­löng­un­in læt­ur á sér kræla er gott að eiga holla og góða bita í kæl­in­um eða fryst­in­um til grípa í. Hér eru á ferðinni frá­bær­ir, auðveld­ir og holl­ir bit­ar sem full­nægja syk­ur þörf­inni þegar hún kall­ar. Heiður­inn af þess­ari upp­skrift á heil­su­markþjálf­inn Kristjana Stein­gríms­dótt­ir, alla jafna kölluð Jana, eins og les­end­ur ættu að þekkja. Hún er með blæti fyr­ir bit­um sem þess­um og nýt­ur þess að grípa í. Einnig er hún iðin við að bjóða góðum vin­um upp á bita að njóta.

Þegar syk­ur­löng­un­in læt­ur á sér kræla er gott að eiga holla og góða bita í kæl­in­um eða fryst­in­um til grípa í. Hér eru á ferðinni frá­bær­ir, auðveld­ir og holl­ir bit­ar sem full­nægja syk­ur þörf­inni þegar hún kall­ar. Heiður­inn af þess­ari upp­skrift á heil­su­markþjálf­inn Kristjana Stein­gríms­dótt­ir, alla jafna kölluð Jana, eins og les­end­ur ættu að þekkja. Hún er með blæti fyr­ir bit­um sem þess­um og nýt­ur þess að grípa í. Einnig er hún iðin við að bjóða góðum vin­um upp á bita að njóta.

Bounty-bit­ar

  • ¾ - 1 bolli laktósa­frí grísk jóg­úrt
  • ¼ bolli akas­íu hun­ang eða önn­ur sæta
  • 1 tsk. vanilla
  • 1 ¼ bolli kó­kos­mjöl
  • 1-2 msk. kolla­gen duft, ef vill
  • 100 g dökkt súkkulaði + 1 tsk. kó­kosol­ía

Aðferð:

  1. Hrærið sam­an grísku jóg­úrt­ina, hun­angið,  vanillu og kolla­gen vel sam­an.
  2. Bætið kó­kos­mjöl­inu út í og ​​blandið sam­an, ef ykk­ur finnst of þunnt bætið þá ör­lítið meira af kó­kos­mjöli
  3. Dreifið úr blönd­unni á bök­un­ar­papp­ír og frystið í nokkra klukku­tíma.
  4. Þegar mol­arn­ir eru frosn­ir, takið þá út og skerið í litla bita.
  5. Bræðið súkkulaðið og kó­kosol­í­una sam­an.
  6. Hjúpið annaðhvort hvern bita eða dreifið súkkulaðinu yfir mol­ana. 
  7. Jönu finnst fal­legt að setja ör­lítið af auka kó­kos­mjöl ofan á súkkulaðið.
  8. Kælið eða frystið þar til súkkulaðið harðnar á mol­un­um.
  9. Geymið í frysti og berið fram þegar ykk­ur lang­ar í mola eða góða gesti ber að garði.
mbl.is