Gæti verið gáfulegt að sleppa ferðalagi til Rómar 2025

Borgarferðir | 18. nóvember 2024

Gæti verið gáfulegt að sleppa ferðalagi til Rómar 2025

Róm er að búa sig undir afmæli, eina sjaldgæfustu hátíð kaþólskrar trúar. Afmælið, einnig nefnt hið heilaga ár, á eftir að laða að gesti alls staðar að úr heiminum. Talið er að fjöldinn geti náð 35 milljónum manns, samkvæmt National Tourist Research Institute (ISNART). 

Gæti verið gáfulegt að sleppa ferðalagi til Rómar 2025

Borgarferðir | 18. nóvember 2024

Á meðan hátíðarhöld kaþólikka standa yfir á árinu 2025 getur …
Á meðan hátíðarhöld kaþólikka standa yfir á árinu 2025 getur verið að ferðamenn þurfi að greiða aukinn ferðamannaskatt á hverja gistinótt. Claudio Hirschberger/Unsplash

Róm er að búa sig und­ir af­mæli, eina sjald­gæf­ustu hátíð kaþólskr­ar trú­ar. Af­mælið, einnig nefnt hið heil­aga ár, á eft­ir að laða að gesti alls staðar að úr heim­in­um. Talið er að fjöld­inn geti náð 35 millj­ón­um manns, sam­kvæmt Nati­onal Tourist Rese­arch Institu­te (ISN­ART). 

Róm er að búa sig und­ir af­mæli, eina sjald­gæf­ustu hátíð kaþólskr­ar trú­ar. Af­mælið, einnig nefnt hið heil­aga ár, á eft­ir að laða að gesti alls staðar að úr heim­in­um. Talið er að fjöld­inn geti náð 35 millj­ón­um manns, sam­kvæmt Nati­onal Tourist Rese­arch Institu­te (ISN­ART). 

Hátíðahöld­in, þar sem hefð er fyr­ir að kaþól­ikk­ar komi sam­an til að biðja um fyr­ir­gefn­ingu, hafa verið hald­in með mis­jöfnu milli­bili frá ár­inu 1300. 

Að þessu sinni hefst hátíðin á aðfanga­dags­kvöld þessa árs, með opn­un hinna heilugu dyra á Pét­urs­kirkj­unni, og mun enda á helg­um degi 6. janú­ar 2026. Vænta má að píla­grím­ar leggi flest­ir leið sína í kirkj­una ein­hvern tím­ann á þessu tíma­bili. 

Búist er við 35 milljónum ferðamanna og pílagríma til Rómar …
Bú­ist er við 35 millj­ón­um ferðamanna og píla­gríma til Róm­ar árið 2025. Andrei Mike/​Unsplash

Huga að bók­un­um í tíma

Mælt er með að huga að bók­un­um vel fram í tím­ann, á hót­el­um og vin­sæl­um ferðamanna­stöðum, sjái fólk fyr­ir sér að ferðast til Róm­ar á ár­inu 2025, ann­ars er einnig hægt að bíða með ferðalag þangað.

Þá er mælt með að nýta vetr­ar­mánuðina eins og janú­ar og fe­brú­ar og t.d. að sleppa því frek­ar að koma um pásk­ana.

Geti fólk ekki sleppt því að heimsækja Róm árið 2025 …
Geti fólk ekki sleppt því að heim­sækja Róm árið 2025 er mælt með að huga að tímb­il­um eins og janú­ar og fe­brú­ar til ferðalags­ins. Chris Czermak/​Unsplash

Það gæti orðið sér­stak­lega erfitt að fá þar gist­ingu en áætlað er að á ákveðnum tíma­punkt­um muni þau 400.000 rúm sem í boði eru, á hót­el­um víðs veg­ar um borg­ina, ekki anna eft­ir­spurn. Að auki get­ur verið að ferðamenn þurfi að greiða auka ferðamanna­skatt á hverja nótt á þessu tíma­bili, eða allt frá tveim­ur evr­um upp í tólf evr­ur nótt­ina.

Eitt­hvað er um að píla­grím­ar gisti á tjaldsvæðum utan borg­ar­mark­anna eða í klaustr­um.

Und­ir­bún­ing­ur und­ir hátíðina hef­ur staðið í marga mánuði og fal­ist m.a. í end­ur­bygg­ingu og hreins­un á helstu minj­um borg­ar­inn­ar. 

Ann­ars hafa ferðaráðgjaf­ar ekki of mikl­ar áhyggj­ur og nefna dæmi um að á hinu helga ári 1600 hafi mann­fjöldi í Róm auk­ist um þrjár millj­ón­ir manna, þegar bjuggu þar ein­ung­is 117.000 manns.

Það verður að huga að því langt fram í tímann …
Það verður að huga að því langt fram í tím­ann að bóka á vin­sæl­um ferðamanna­stöðum í Róm árið 2025 vegna hátíðar kaþól­ikka. Unsplash

Tra­vel and Leisure

mbl.is