Þetta áttu aldrei að segja við makann

Ást | 18. nóvember 2024

Þetta áttu aldrei að segja við makann

Samskipti skipta öllu máli í hvaða sambandi sem er. Sérfræðingar eru sammála um að sumt á maður bara ekki að segja ef maður ætlar sér að vera góður maki. Tímaritið The Stylist tók saman þetta helsta sem oft ber á góma:

Þetta áttu aldrei að segja við makann

Ást | 18. nóvember 2024

Samskipti eiga að vera vönduð í öllum samböndum.
Samskipti eiga að vera vönduð í öllum samböndum. Getty images

Sam­skipti skipta öllu máli í hvaða sam­bandi sem er. Sér­fræðing­ar eru sam­mála um að sumt á maður bara ekki að segja ef maður ætl­ar sér að vera góður maki. Tíma­ritið The Styl­ist tók sam­an þetta helsta sem oft ber á góma:

Sam­skipti skipta öllu máli í hvaða sam­bandi sem er. Sér­fræðing­ar eru sam­mála um að sumt á maður bara ekki að segja ef maður ætl­ar sér að vera góður maki. Tíma­ritið The Styl­ist tók sam­an þetta helsta sem oft ber á góma:

„Þú lít­ur fá­rán­lega út í þessu“

„Það að gera lítið úr út­liti mak­ans get­ur verið eitt form af and­legu of­beldi,“ seg­ir geðlækn­ir­inn Gisele Ca­seiras. „Marg­ir glíma við lágt sjálfs­mat og svona at­huga­semd­ir geta gert illt verra. Þetta virk­ar eins og árás á kerfið og gref­ur und­an traust og ör­yggi. Reynið að ráðast ekki á út­lit fólks.“

Að kenna þeim um 

„Ef þeim sárn­ar eitt­hvað og láta í ljós van­líðan þá skul­um við reyna að forðast að skella skuld­inni aft­ur á þau til þess að firra okk­ur ábyrgð. Við þurf­um frek­ar að viður­kenna til­finn­ing­ar þeirra og læra að taka ábyrgð á eig­in fram­komu jafn­vel þótt okk­ur hafi staðið eitt gott til.“ Sé mak­inn stöðugt að yf­ir­færa sök­ina á hinn og mála sig sem fórn­ar­lamb þá gæti það verið vís­bend­ing um of­beld­is­fulla hegðun.

„Þú ert ekki eins heit­ur/​heit og þú held­ur“

„Forðist það eins og heit­an eld­inn að gera lítið úr kynþokka mak­ans og hvernig mak­inn er sem kyn­vera, jafn­vel þótt það sé í gríni. Sum­ir gætu átt það til að minna á að mak­inn sé ekki 26 ára leng­ur og ætti því að róa sig. Það gæti sært mjög til­finn­ing­ar mak­ans. Ef maður get­ur ekki sagt neitt já­kvætt og uppörv­andi og hugs­ar ekki leng­ur þannig um mak­ann, þá ætti maður að end­ur­skoða sam­bandið.“

Per­sónu­leg­ar árás­ir

„Að kalla fólki ill­um nöfn­um er aldrei til góða. Það get­ur brotið allt traust og skaðar sjálfs­mat fólks. Það get­ur gert allt illt verra og gert fólki erfitt um vik að leysa úr ágrein­ingi. Í stað þess að móðga þá skaltu taka þér tíma til að slaka á og tjá til­finn­ing­ar þínar með yf­ir­veguðum hætti.“

Að ógna sam­band­inu

„Það má ekki setja fram ein­hverja úr­slita­kosti eða hót­an­ir eins og til dæm­is að hóta sam­bands­slit­um eða segja „ef þú elsk­ar mig þá þarftu að...“ Slík­ar setn­ing­ar eru stjórn­un­ar­tæki og leysa eng­in vanda­mál.“

Að nota „aldrei“ og „alltaf“ í setn­ing­um

Maður á alltaf að forðast all­ar al­hæf­ing­ar í sam­skipt­um við mak­ann. Eins og til dæm­is: „Þú þríf­ur aldrei eft­ir þig“ eða „þú nenn­ir aldrei neinu“.

Í stað þess að vera með svona af­ger­andi al­hæf­ing­ar þá er betra að beina at­hygl­inni á hvernig þér líður eins og til dæm­is: „Mér líður eins og þér sé sama um heim­ilið þegar þú þríf­ur ekki og það sær­ir mig.“

Að rifja upp göm­ul sær­indi

„Eng­inn vill fá reglu­leg­ar upp­rifjan­ir á allt sem hef­ur farið úr­skeiðis. Beinið aðeins sjón­um að því sem er í gangi núna. Ekki fyrri tíð.“

Þögla meðferðin

„Það er agress­ív hegðun að tala ekki við maka sinn og er ekki heil­brigð leið til þess að leysa úr ágrein­ingi. Ef þú þarft svig­rúm þá skaltu segja það og taka fram að þú kom­ir til baka til þess að ræða mál­in. Ekki bara draga þig í hlé án þess að mak­inn viti hvað er í gangi.“

„Þú ert að gera of mikið mál úr þessu“

Að segja ein­hverj­um að róa sig eða að þeir séu að gera of mikið mál úr ein­hverju get­ur virkað eins og þú sért að gera lítið úr til­finn­ing­um þeirra. Þá get­ur þeim liðið eins og þeir njóti ekki stuðnings eða eins og eng­inn heyri hvað þeir eru að segja. Þeir gætu fjar­lægst þig í kjöl­farið og liðið eins og þeir geti ekki verið þeir sjálf­ir í kring­um þig.

„Ef þú elskaðir mig þá mynd­irðu gera þetta“

Að skil­yrða ást­ina er ákveðið form af stjórn­un og til­finnigna­legu of­beldi. Það er heil­brigt að setja mörk og óheil­brigt að ætl­ast til þess að maki geri allt sem þú ætl­ast til til þess að sanna ást sína.

mbl.is