„Börn eru að upplifa holskeflu breytinga“

Loftslagsvá | 20. nóvember 2024

„Börn eru að upplifa holskeflu breytinga“

Í árlegri skýrslu UNICEF í tilefni Alþjóðadags barna í dag er bent á þrjá meginþætti sem krefjast nauðsynlegra aðgerða til að verja líf, velferð og réttindi barna til ársins 2050.

„Börn eru að upplifa holskeflu breytinga“

Loftslagsvá | 20. nóvember 2024

Börn í Bangladess.
Börn í Bangladess. Ljósmynd/Aðsend

Í ár­legri skýrslu UNICEF í til­efni Alþjóðadags barna í dag er bent á þrjá meg­inþætti sem krefjast nauðsyn­legra aðgerða til að verja líf, vel­ferð og rétt­indi barna til árs­ins 2050.

Í ár­legri skýrslu UNICEF í til­efni Alþjóðadags barna í dag er bent á þrjá meg­inþætti sem krefjast nauðsyn­legra aðgerða til að verja líf, vel­ferð og rétt­indi barna til árs­ins 2050.

Þess­ir þrír þætt­ir eru ald­urs­sam­setn­ing sam­fé­laga, lofts­lags­breyt­ing­ar og nátt­úru­ham­far­ir og tækni­fram­far­ir. 

Fram kem­ur í skýrsl­unni að framtíð barnæsk­unn­ar sjálfr­ar hangi á bláþræði ef ekki verði gripið taf­ar­laust til nauðsyn­legra aðgerða til að verja rétt­indi barna í breytt­um fjöl­krísu­heimi, að því er seg­ir í til­kynn­ingu frá UNICEF á Íslandi.

Þörf á aðgerðum

„Börn eru að upp­lifa holskeflu breyt­inga, allt frá lofts­lags­áföll­um til ógna á net­inu, og ljóst er að þær munu aðeins aukast á kom­andi árum,“ seg­ir Cat­her­ine Rus­sell, fram­kvæmda­stjóri UNICEF, í til­kynn­ingu.

„Spár í skýrsl­unni sýna hvernig þær ákv­arðanir sem þjóðarleiðtog­ar taka í dag – eða taka ekki – munu skil­greina heim­inn sem börn munu erfa. Það þarf meira en bara ímynd­un­ar­afl til að skapa betri framtíð árið 2050, það þarf aðgerðir. Ára­tuga fram­far­ir, einkum fyr­ir stúlk­ur, eru í mik­illi hættu,” bæt­ir hún við.

UNICEF að störfum í Líbanon í síðasta mánuði.
UNICEF að störf­um í Líb­anon í síðasta mánuði. AFP

Hef­ur áhrif á átta sinn­um fleiri börn

Árið 2023 var það hlýj­asta í sög­unni og fram kem­ur í skýrsl­unni að á ára­tugn­um 2050 til 2059 muni lofts­lags- og um­hverf­is­ham­fara­krís­an breiða úr sér. Átta sinn­um fleiri börn muni búa við öfga­full­ar hita­bylgj­ur, þre­falt fleiri börn búa við ham­fara­flóð og tvö­falt fleiri börn við skógar­elda í sam­an­b­urði við fyrsta ára­tug þess­ar­ar ald­ar. 

Spár gera sömu­leiðis ráð fyr­ir að hlut­fall barna af mann­fjölda verði hvergi hærra en í Afr­íku sunn­an Sa­hara og í Suður-Asíu árið 2050. En á sama tíma mun hlut­fall eldri íbúa heims­byggðar­inn­ar hækka og börn­um þar með fækka hlut­falls­lega í öll­um heims­álf­um.

Heimilislaus albönsk fjölskylda í frönsku borginni Bordeaux fyrr á árinu.
Heim­il­is­laus al­bönsk fjöl­skylda í frönsku borg­inni Bordeaux fyrr á ár­inu. AFP/​Christophe Archambault

Mögu­leik­ar og hætt­ur vegna gervi­greind­ar

Í skýrsl­unni kem­ur einnig fram að tækninýj­ung­ar á borð við gervi­greind bjóði upp á mögu­leika en líka hætt­ur fyr­ir börn, sem eigi í sam­skipt­um við gervi­greind í smá­for­rit­um, leik­föng­um, tölvu­leikj­um og kennslu­for­rit­um. En ójöfnuður verður enn ríkj­andi í hinni sta­f­rænu þróun. Árið 2024 voru rúm­lega 95% íbúa í há­tekju­ríkj­um tengd net­inu í sam­an­b­urði við aðeins tæp­lega 26% í lág­tekju­ríkj­um. 

Á meðal þess já­kvæða sem kem­ur fram í skýrsl­unni er að lífs­lík­ur barna við fæðingu munu áfram halda að aukast. Áfram­hald verður á auknu aðgengi barna að mennt­un líkt og verið hef­ur síðustu hundrað árin, þar sem spár gera ráð fyr­ir að nærri 96% barna á heimsvísu muni hafa lokið að minnsta kosti grunn­námi á ár­un­um eft­ir 2050. Sam­an­borið við 80% á fyrsta ára­tug ald­ar­inn­ar. 

mbl.is