Kynhlutlausa táknið gæti fæðst á Íslandi

Réttindabarátta hinsegin fólks | 20. nóvember 2024

Kynhlutlausa táknið gæti fæðst á Íslandi

Hönnunarsamkeppni stendur nú yfir um tákn fyrir kynhlutlaus rými, svo sem salerni, búningsklefa og sturtuaðstöðu. Samtökin ‘78, Trans Ísland,  Miðstöð hönnunar og arkitektúrs og Félag íslenskra teiknara standa fyrir keppninni.

Kynhlutlausa táknið gæti fæðst á Íslandi

Réttindabarátta hinsegin fólks | 20. nóvember 2024

Þessar fígúrur gætu átt von á nýju systkini á næstunni, …
Þessar fígúrur gætu átt von á nýju systkini á næstunni, þar sem hönnuðir keppast nú um að skapa tákn til að merkja kynhlutlaus rými. AFP

Hönn­un­ar­sam­keppni stend­ur nú yfir um tákn fyr­ir kyn­hlut­laus rými, svo sem sal­erni, bún­ings­klefa og sturtuaðstöðu. Sam­tök­in ‘78, Trans Ísland,  Miðstöð hönn­un­ar og arki­tekt­úrs og Fé­lag ís­lenskra teikn­ara standa fyr­ir keppn­inni.

Hönn­un­ar­sam­keppni stend­ur nú yfir um tákn fyr­ir kyn­hlut­laus rými, svo sem sal­erni, bún­ings­klefa og sturtuaðstöðu. Sam­tök­in ‘78, Trans Ísland,  Miðstöð hönn­un­ar og arki­tekt­úrs og Fé­lag ís­lenskra teikn­ara standa fyr­ir keppn­inni.

Niðurstaða sam­keppn­inn­ar verður kynnt á Hönn­un­ar­Mars 2025 og veitt verða ein verðlaun að upp­hæð kr. 1.000.000.

Formaður Sam­tak­anna 78 seg­ir all­mögu­legt að merkið sem vinn­ur keppn­ina geti verið notað á alþjóðavísu sem tákn fyr­ir kyn­hlut­laust rými enda sé Ísland leiðandi ríki í mál­efn­um trans fólks.

„Ég held sann­ar­lega að þessi keppni get­ur vakið at­hygli mun víðar og veit raun­ar til að hún verður aug­lýst víðar á Norður­lönd­un­um,“ seg­ir Bjarn­dís Helga Tóm­as­dótt­ir, formaður Sam­tak­anna 78, í sam­tali við mbl.is.

„Karla-konu“ merkið hefur gjarnan verið notað á kynhlutlausum salernum. En …
„Karla-konu“ merkið hef­ur gjarn­an verið notað á kyn­hlut­laus­um sal­ern­um. En það þykir þó ekki sér­stak­lega kyn­hlut­laust. AFP

Keppn­in kynnt á alþjóðlega kló­sett­deg­in­um

„Við erum nátt­úru­lega vön því að nota þetta týpíska karla-konu merki, en okk­ur lang­ar i eitt­hvað betra, eitt­hvað sem nær utan um þetta kyn­hlut­leysi, [...] eitt­hvað mekri sem má aðlaga að ýms­um stíl­um. Eitt­hvað alþjóðlegt.“

Á ár­inu tók gildi reglu­gerð um að merkja beri sal­erni eft­ir aðstöðu frem­ur en kynj­um og seg­ir Bjarn­dís keppn­ina vera svar við þeim laga­breyt­ing­um.

„Við þurf­um nátt­úru­lega öll að vita hvar við get­um farið á kló­settið,“ seg­ir Bjarn­dís, en keppn­in var kynnt í gær, á alþjóðlega kló­sett­deg­in­um.

„Þetta er frá­bært tæki­færi til að auðga kló­sett­menn­ing­una,“ bæt­ir hún við að lok­um og hlær við.

mbl.is