Magnús og Elín selja glæsiíbúð við Tjörnina

Heimili | 20. nóvember 2024

Magnús og Elín selja glæsiíbúð við Tjörnina

Magnús Gottfreðsson prófessor í læknisfræði og Elín H. Jónsdóttir lektor við Háskólann á Bifröst hafa sett einstaka íbúð í hjarta bæjarins á sölu. Íbúðin er við Tjörnina og því er stutt í allt sem tengist miðbænum. Um er að ræða 320 fm hæð sem er í reisulegu húsi sem byggt var 1932. Íbúðin er á tveimur hæðum. 

Magnús og Elín selja glæsiíbúð við Tjörnina

Heimili | 20. nóvember 2024

Í stofunni eru tveir svartir leðursófar og eikar-borðstofuborð.
Í stofunni eru tveir svartir leðursófar og eikar-borðstofuborð.

Magnús Gottfreðsson prófessor í læknisfræði og Elín H. Jónsdóttir lektor við Háskólann á Bifröst hafa sett einstaka íbúð í hjarta bæjarins á sölu. Íbúðin er við Tjörnina og því er stutt í allt sem tengist miðbænum. Um er að ræða 320 fm hæð sem er í reisulegu húsi sem byggt var 1932. Íbúðin er á tveimur hæðum. 

Magnús Gottfreðsson prófessor í læknisfræði og Elín H. Jónsdóttir lektor við Háskólann á Bifröst hafa sett einstaka íbúð í hjarta bæjarins á sölu. Íbúðin er við Tjörnina og því er stutt í allt sem tengist miðbænum. Um er að ræða 320 fm hæð sem er í reisulegu húsi sem byggt var 1932. Íbúðin er á tveimur hæðum. 

Heimili hjónanna er hið vandaðasta og hefur íbúðin verið endurnýjuð mikið á síðustu árum. 

HTH-innréttingar og granít

Í eldhúsinu eru innréttingar með fulningahurðum. Þær koma frá HTH og er dökkt granít á borðplötum. Tvöfaldur amerískur ísskápur er í eldhúsinu og tveir ofnar, innbyggð uppþvottavél og gott helluborð. 

Í eldhúsinu eru hvít innrétting frá HTH. Takið eftir bekknum …
Í eldhúsinu eru hvít innrétting frá HTH. Takið eftir bekknum undir glugganum.

Heillandi hönnun

Hönnun glugga hússins fær að njóta sín í eldhúsinu og eru þeir stíflakkaðir. Bestlite-lampar eru á veggjum eldhússins og fara þeir vel við flísaklædda veggina. Undir öðrum glugganum í eldhúsinu er bekkur þannig að hægt er að njóta útsýnisins og alls þess sem þessi hluti miðbæjarins hefur upp á að bjóða. 

Borðstofuborðið er úr eik og fer ágætlega við kristals-ljósakrónu.
Borðstofuborðið er úr eik og fer ágætlega við kristals-ljósakrónu.

Í íbúðinni er arinn og er hann flísalagður. 

Heimilið er í heild sinni fallegt og vel skipulagt. 

Sjá nánar á fasteignavef mbl.is: Tjarnargata 39

mbl.is