Herra Hnetusmjör fagnar átta árum edrú

Edrúland | 21. nóvember 2024

Herra Hnetusmjör fagnar átta árum edrú

Tón­list­armaður­inn Árni Páll Árna­son, bet­ur þekkt­ur sem Herra Hnetu­smjör, fagn­ar því í dag að hafa verið edrú í átta ár. 

Herra Hnetusmjör fagnar átta árum edrú

Edrúland | 21. nóvember 2024

Árni Páll Árnason, betur þekktur sem Herra Hnetusmjör.
Árni Páll Árnason, betur þekktur sem Herra Hnetusmjör. Ljósmynd/Skjáskot

Tón­list­armaður­inn Árni Páll Árna­son, bet­ur þekkt­ur sem Herra Hnetu­smjör, fagn­ar því í dag að hafa verið edrú í átta ár. 

Tón­list­armaður­inn Árni Páll Árna­son, bet­ur þekkt­ur sem Herra Hnetu­smjör, fagn­ar því í dag að hafa verið edrú í átta ár. 

Í til­efni dags­ins birti tón­list­armaður­inn færslu á In­sta­gram-síðu sinni. 

„Í dag eru 8 ár frá því að ég játaði mig sigraðan fyr­ir áfengi og fíkni­efn­um.

Ég er þakk­lát­ur fyr­ir það fal­lega líf sem ég á í dag og fyr­ir að þurfa ekki hug­breyt­andi efni til að tak­ast á við hið góða eða slæma. Í dag eru líka 3 dag­ar í seríu 2 af Iceguys og ég hlakka til að þið sjáið þá snilld,“ skrif­ar Árni Páll við færsl­una. 

Herra Hnetu­smjör er einn vin­sæl­asti tón­list­armaður lands­ins. Þrátt fyr­ir ung­an ald­ur hef­ur hann gefið út sex breiðskíf­ur. Hann hef­ur einnig slegið ræki­lega í gegn með stráka­hljóm­sveit­inni IceGuys. 

 

mbl.is