Jewells Chambers heldur úti vefnum allthingsiceland.com og vinsælum TikTok-reikningi sem ber sama nafn.
Jewells Chambers heldur úti vefnum allthingsiceland.com og vinsælum TikTok-reikningi sem ber sama nafn.
Jewells Chambers heldur úti vefnum allthingsiceland.com og vinsælum TikTok-reikningi sem ber sama nafn.
Hún sýnir ýmislegt frá daglegu lífi á Íslandi og eins myndskeið tengd ferðalögum. Í einu af nýjustu myndskeiðunum sýnir hún frá því hvernig dagur á ferðalagi hérlendis getur verið þar sem veðrið spilar stóra rullu.
Í færslunni segir hún að Ísland geti vissulega verið undraland að vetri til en minnir á hve hratt veðrið breytist. Hún bendir fylgjendum sínum á að klæða sig vel.
Chambers er með tæplega 60.000 fylgjendur á TikTok og hafa sum myndböndin hennar náð allt að tveimur milljónum áhorfa.