Fatastíllinn breytist með aldrinum

Fatastíllinn | 24. nóvember 2024

Fatastíllinn breytist með aldrinum

Agnes Löve píanóleikari segir það mikilvægt að hafa sig til og vera fín. Hún hafi verið þannig alla tíð og standist yfirleitt ekki mátið þegar hún sér falleg föt í verslunum. Hárgreiðsla er hennar helsti veikleiki en þangað fer hún einu sinni í viku og hefur gert síðustu þrjátíu ár. Bleikur varð fyrir valinu að þessu sinni.

Fatastíllinn breytist með aldrinum

Fatastíllinn | 24. nóvember 2024

Morgunblaðið/Eggert

Agnes Löve pí­anó­leik­ari seg­ir það mik­il­vægt að hafa sig til og vera fín. Hún hafi verið þannig alla tíð og stand­ist yf­ir­leitt ekki mátið þegar hún sér fal­leg föt í versl­un­um. Hár­greiðsla er henn­ar helsti veik­leiki en þangað fer hún einu sinni í viku og hef­ur gert síðustu þrjá­tíu ár. Bleik­ur varð fyr­ir val­inu að þessu sinni.

Agnes Löve pí­anó­leik­ari seg­ir það mik­il­vægt að hafa sig til og vera fín. Hún hafi verið þannig alla tíð og stand­ist yf­ir­leitt ekki mátið þegar hún sér fal­leg föt í versl­un­um. Hár­greiðsla er henn­ar helsti veik­leiki en þangað fer hún einu sinni í viku og hef­ur gert síðustu þrjá­tíu ár. Bleik­ur varð fyr­ir val­inu að þessu sinni.

Agnes Löve er 82 ára pí­anó­leik­ari sem á glæst­an fer­il að baki. Hún var meðal ann­ars tón­list­ar­stjóri Þjóðleik­húss­ins, kór­stjóri og skóla­stjóri Tón­list­ar­skóla Garðabæj­ar. Agnes er lífs­glöð, glæsi­leg og hef­ur alla tíð haft mik­inn áhuga á föt­um. Hún stenst ekki enn að lífga upp á fata­skáp­inn og fylg­ist vel með því sem er að ger­ast í tísku. Hún fer í greiðslu einu sinni í viku og tel­ur það sinn helsta veik­leika.

Hvernig hef­urðu hugsað um heils­una síðustu ár?

„Það hef­ur ekki orðið nein sér­stök breyt­ing á því, ég hef alltaf passað upp á mig. Ég passa að fara til lækn­is einu sinni á ári og hafa þetta í lagi,“ seg­ir Agnes. „Ég borða holl­an mat, eig­in­lega of holl­an mat. Mér finnst hann oft svo leiðin­leg­ur, þessi holli mat­ur. Al­veg frá því ég var lít­il þurfti ég að borða hafra­graut á morgn­ana. Ég sór það að þegar ég yrði 16 ára og réði mér sjálf þá ætlaði ég aldrei aft­ur að borða hafra­graut. En nú finnst mér hann ágæt­ur, þetta elt­ist af mér,“ seg­ir hún og hlær.

Nú ertu alltaf dug­leg að hafa þig til, finnst þér það mik­il­vægt?

„Já, að vera fín. Mér hef­ur alltaf fund­ist svo gam­an að vera fín, eiga fína skó og þegar ég var lít­il að fara í sparikjól. Það var ægi­lega gam­an. En svo hef­ur það bara hald­ist,“ seg­ir Agnes.

Hef­ur fata­stíll­inn breyst?

„Stíll­inn breyt­ist nátt­úru­lega með aldr­in­um og maður klæðir sig öðru­vísi. Þú veist, fleiri jakk­ar og bux­ur. Dragt­ir. Ég hef alltaf haft af­skap­lega gam­an af föt­um, finnst gam­an að fylgj­ast með og kaupa föt.“

Ertu enn þá dug­leg að kaupa þér föt?

„Ég á orðið svo mikið en ég get samt ekki staðist það að hressa upp á fata­skáp­inn á haust­in og vor­in. Það er aðallega þá sem manni finnst vera þörf á því.“

Þá seg­ist hún hafa upp­götvað versl­un í Kópa­vogi fyr­ir stuttu þar sem föt­in eru saumuð í versl­un­inni.

„Mér fannst það svo­lítið skemmti­legt og eyddi mikl­um pen­ing­um þar. Allt of mikl­um,“ seg­ir hún og hlær. „Ekki fer maður með pen­ing­ana yfir, svo það er um að gera að eyða þeim bara.“

Hún seg­ir blaðamanni frá skær­bleikri dragt sem hún fékk á út­sölu­markaði í Holta­görðum í Reykja­vík á dög­un­um. „Ég missi mig stund­um þar því það get­ur munað miklu á verði.“

Ertudug­legfara í hár­greiðslu?

„Já, það er minn veik­leiki. Ég fer alltaf á hár­greiðslu­stofu einu sinni í viku og hef gert það í þrjá­tíu ár. Ég er til dæm­is núna með ægi­lega flott­an bleik­an lit í hár­inu, því það var nú einu sinni bleik­ur mánuður,“ svar­ar Agnes.

mbl.is