Fórnarlömb netsvika fá ekki endurgreiðslu

Netsvik | 24. nóvember 2024

Fórnarlömb netsvika fá ekki endurgreiðslu

Úrskurðarnefnd um viðskipti við fjármálafyrirtæki hefur hafnað kröfum tveggja einstaklinga, sem urðu fyrir netsvikum og samþykktu greiðslur til svikafyrirtækja, um að fá féð endurgreitt frá fjármálafyrirtækjunum sem inntu greiðslurnar af hendi.

Fórnarlömb netsvika fá ekki endurgreiðslu

Netsvik | 24. nóvember 2024

Mynd úr safni.
Mynd úr safni. Mynd/Colourbox

Úrsk­urðar­nefnd um viðskipti við fjár­mála­fyr­ir­tæki hef­ur hafnað kröf­um tveggja ein­stak­linga, sem urðu fyr­ir netsvik­um og samþykktu greiðslur til svika­fyr­ir­tækja, um að fá féð end­ur­greitt frá fjár­mála­fyr­ir­tækj­un­um sem inntu greiðslurn­ar af hendi.

Úrsk­urðar­nefnd um viðskipti við fjár­mála­fyr­ir­tæki hef­ur hafnað kröf­um tveggja ein­stak­linga, sem urðu fyr­ir netsvik­um og samþykktu greiðslur til svika­fyr­ir­tækja, um að fá féð end­ur­greitt frá fjár­mála­fyr­ir­tækj­un­um sem inntu greiðslurn­ar af hendi.

Í öðru mál­inu fékk ein­stak­ling­ur skila­boð í gegn­um sam­skipta­for­ritið Messenger í nafni vin­konu hans en í ljós kom að óprútt­inn aðili hafði kom­ist inn á Face­book-reikn­ing vin­kon­unn­ar skömmu áður. Upp­haf­lega var óskað eft­ir síma­núm­eri og hann síðan í kjöl­farið beðinn um að taka þátt í leik. Til að taka þátt var hann beðinn um ýms­ar upp­lýs­ing­ar og meðal ann­ars lét hann í té greiðslu­korta­upp­lýs­ing­ar.

Í kjöl­farið bár­ust í síma hans smá­skila­boð á ensku, þar sem sagt var að slá þyrfti inn ör­yggis­kóða til að staðfesta kaup. Jafn­framt voru upp­lýs­ing­ar um nafn selj­anda og fjár­hæð kaup­anna og ábend­ing um að ekki skyldi staðfesta kaup­in ef upp­lýs­ing­arn­ar væru ekki rétt­ar. Í lok skila­boðanna var svo til­greind­ur „SecureCode“ og upp­hæð kaup­anna ann­ars veg­ar í pólsk­um slot­um og hins veg­ar í banda­ríkja­döl­um.

Ein­stak­ling­ur­inn sló inn báða kóðana og voru tvær færsl­ur gerðar á greiðslu­kort hans, ann­ars veg­ar færsla að fjár­hæð 5.999,88 pólsk slot til fé­lags­ins Allegro og hins veg­ar færsla að fjár­hæð 1.060 dal­ir til fé­lags­ins Noor Shil­an 2. Sam­tals námu greiðslurn­ar jafn­v­irði um 350 þúsund króna.

Sá sem fyr­ir svik­un­um varð sendi fjár­mála­fyr­ir­tæk­inu til­kynn­ingu um óheim­ilaðar færsl­ur og lét loka greiðslu­kort­inu. Hann óskaði jafn­framt eft­ir því að fyr­ir­tækið sendi end­ur­kröfu­beiðni á greiðsluþjón­ustu­veit­anda selj­anda þar sem um svika­færsl­ur væri að ræða. Auk þess hefðu færsl­urn­ar ekki upp­fyllt skil­yrði laga um sterka sann­vott­un.

Fjár­mála­fyr­ir­tækið hafnaði því að greiðslurn­ar hefðu ekki upp­fyllt skil­yrði um sann­vott­un en féllst á að reyna end­ur­kröf­ur á greiðsluþjón­ustu­veit­anda selj­and­ans. End­ur­kröfu­beiðnirn­ar reynd­ust ár­ang­urs­laus­ar og var greiðand­an­um til­kynnt í janú­ar 2023 að mál­inu væri lokið af hálfu fjár­mála­fyr­ir­tæk­is­ins. Kær­and­inn leitaði til Neyt­enda­sam­tak­anna sem beittu sér í mál­inu en fjár­mála­fyr­ir­tækið hafnaði enn greiðslu.

Málið var kært til úr­sk­urðar­nefnd­ar­inn­ar, sem seg­ir í niður­stöðu sinni að SMS-ör­yggis­kóði sem send­ur er í síma greiðanda ásamt upp­lýs­ing­um um fjár­hæð og/​eða viðtak­anda greiðslu full­nægi skil­yrðum um sterka sann­vott­un í skiln­ingi gild­andi laga. Var kröf­unni því hafnað.

Í nafni Net­flix

Í hinu mál­inu fékk ein­stak­ling­ur tölvu­póst í nafni streym­isveit­unn­ar Net­flix sem hann var í viðskipt­um við. Hann hafði átt í vand­ræðum með inn­skrán­ingu dag­ana áður og þegar tölvu­póst­ur­inn barst með kenni­merki Net­flix skrifað und­ir af „Net­flix team“ þar sem óskað var eft­ir upp­færðum greiðslu­upp­lýs­ing­um en að öðrum kosti yrði áskrift­inni lokað, taldi viðkom­andi að skýr­ing á vand­kvæðum við inn­skrán­ingu væri fund­in.

Í kjöl­farið ýtti hann á hlekk sem átti sam­kvæmt tölvu­póst­in­um að smella á til að end­ur­nýja aðild og fyllti út greiðslu­upp­lýs­ing­ar í sam­ræmi við beiðni í tölvu­póst­in­um. Í kjöl­farið bár­ust alls sex mis­mun­andi SMS í farsíma ein­stak­lings­ins á ensku, þar sem sagt var að slá þyrfti inn ör­yggis­kóða til að staðfesta kaup. Jafn­framt voru upp­lýs­ing­ar um nafn selj­and­ans, Revolut*Dublin, og fjár­hæð kaup­anna í evr­um. Ein­stak­ling­ur­inn sagðist í ógáti hafa staðfest eina greiðslu af sex að fjár­hæð 2.000 evr­ur, jafn­v­irði um 292 þúsund króna.

Greiðand­inn óskaði eft­ir end­ur­greiðslu frá ís­lenska fjár­mála­fyr­ir­tæk­inu, sem innti greiðsluna af hendi, þar sem um svika­færsl­ur væri að ræða. Því var hafnað og úr­sk­urðar­nefnd­in komst sömu­leiðis að þeirri niður­stöðu að hafna skyldi kröf­unni þar sem SMS-ör­yggis­kóði sem send­ur er í síma greiðanda ásamt upp­lýs­ing­um um fjár­hæð og/​eða viðtak­anda greiðslu full­nægði skil­yrðum um sterka sann­vott­un.

Úrsk­urðirn­ir voru kveðnir upp und­ir lok síðasta árs en í kjöl­farið óskuðu Neyt­enda­sam­tök­in álits Seðlabank­ans á því hvort SMS-ör­yggis­kóði full­nægði áskilnaði Evr­ópu­til­skip­un­ar, og skil­yrðum og leiðbein­ing­um evr­ópsku banka­eft­ir­lits­stofn­un­ar­inn­ar, EBA, og laga um sterka sann­vott­un.

Taldi bank­inn að túlka bæri ákvæði laga um greiðsluþjón­ustu á þá leið að ör­yggis­kóði sem send­ur er með SMS-skila­boðum í sím­tæki upp­fyllti ekki skil­yrði um sterka sann­vott­un þegar núm­er á greiðslu­korti er notað til þess að fram­kvæma greiðslu.

Úrsk­urðar­nefnd­in féllst á að taka bæði mál­in upp að nýju í ljósi þessa álits, en komst að þeirri niður­stöðu nú í ág­úst að byggja yrði skýr­ingu á sann­vott­un á gild­andi lög­um og regl­um og hefðbundn­um lög­skýr­ing­ar­gögn­um og að ekki væri til­efni til að breyta fyrri niður­stöðu.

mbl.is